top of page

Hvataferðir og námskeið

Auður efri ára

Menntun / skemmtun er  grunntónninn í flestu sem við í Bakkstofu fáumst við. 

 

Auk tónlistar- og sagnastunda býður Bakkastofa upp á námskeið / hvataferðir fyrir innlenda sem erlenda hópa þar sem samsetning dagskráa getur verið afar breytileg.

.

Tónlist, saga og náttúra

Bakkastofa er í góðu samstarfi við hótel og veitingastaði á Suðurlandi sem kemur sér vel þegar hvataferðir og námskeið standa yfir í fleiri en einn dag.

 

Ferðaskrifstofur, vinnustaðir og skólar leita í smiðju Bakkastofu  til að mæta þörfum og óskum fólks á öllum  aldri eða allt frá leikskólaaldri að aldursskeiði efri ára. 

Mannlegi þátturinn, sjálfsþekking, aukin færni, samband við sögu, náttúru og tónlist eru helstu efnisþættir.

 

Þótt áherslan sé ekki alltaf sú sama má segja að þessa þætti sé ávallt að finna í einhverju mæli á námskeiðum Bakkastofu.

Sjá nánar námsfærni - námskeið 

á www.nemanet.is

Sjálfsþekking

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page