Fuglatónleikar á næstu grösum

Valgeir Guðjónsson flytur flytur lög sín við ljóð Jóhannesar úr Kötlum,
þar sem fuglar koma mjög við sögu.

Orð skáldsins eru hvatning á tímum þegar allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við þeirri þróun sem blasir við að óbreyttu.

Þegar himinbirtan tekur að lýsa upp auðlindir jarðar og náttúru
og fuglarnir leika undir með kvaki og krunki er tími „Fuglatónleika“ á næstu grösum.
 

Að þessu sinni mynda ljóðskáldið og tónskáldið tón- og textabrú milli Eyrarbakka og Hveragerðis, ljóðskáldið Jóhannes úr Kötlum sem hafði búsetu í Hvergerði
og  Valgeir Guðjónsson sem býr á Eyrarbakka.


Fuglatónleikarnir eru nú haldnir yfir páskahátiðina í fimmta sinn.
Þeir eru óður til náttúrunnar þar sem skerpt er á vitund um mikilvægi þess

að hlú að þeirri viðkvæmu auðlind sem náttúran er í allri sinni mynd. 

Fuglamyndir Alex Mána á Stokkseyri

Ungur fuglaljósmyndari á Stokkseyri tekur afburðamyndir
af fuglum sem vert er að skoða vel og vandlega!

Kvæða- og tónlistarvinátta Jóhannesar úr Kötlum og Valgeirs Guðjóssonar á 40 ára afmæli um þessar mundir. 3 hljómplötur hafa komið út og óútgefið efni bíður birtingar.

 

Bragsnilld Jóhannesar er óumdeild og næmni hans í lýsingum á fólki, dýrum og náttúru
er djúp og sönn. Tónskáldið Valgeir komst snemma að raun um tónlistargáfu skáldsins,
því hvergi skeikar atkvæði í ljóðum hans, sem falla þar með þétt að laginu sem býr í þeim.
 

Hlusta á Fuglakantötu
Stelkur 1.JPG

Bakkastofa - Eyrargata 32, Eyrarbakki 820, Iceland

bakkastofa@gmail.com / sagamusica@gmail.com

tel: +354 821 2426 / 821 2428 / 561 2429