JÓHANNES ÚR KÖTLUM
og
Valgeir Guðjónsson

jóhannes.jpg
þarafjara.JPG

Valgeir Guðjónsson flytur flytur lög sín við ljóð Jóhannesar úr Kötlum,
þar sem fuglar koma mjög við sögu.


Orð skáldsins eru hvatning á tímum þegar allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við þeirri þróun, sem blasir við að óbreyttu.

Við hyggjumst ferðast um landið í sumar og haust með þessa einstöku fjölskyldudagskrá fyrir
börn á öllum aldri og gleðjast yfir fuglum himisins. Þeir eru tákngervingar náttúru heimsins,
sem á svo mjög undir högg að sækja og bregst æ oftar við með ófyrirsjáanlegum hætti.

FUGLAKANTATA
JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM

OG VALGEIRS GUÐJÓNSSONAR

Þetta heiti höfum við gefið tónleikadagskrá um fugla og náttúru;

sem við höfum við höfum þróað til margra ára.

Dagskráin byggir á flutningi laga sem tengjast meðvitund okkar um mikilvægi náttúruverndar og tilfinningunni fyrir Móður Jörð.

Við spyrðum tónlist Valgeirs við texta Jóhannesar úr Kötlum.
káldið varpa skörpu ljósi á líf fugla og stuttar frásagnir
um einkenni þeirra og háttalag
sem auðvelt er að samsama sig með.

Á Eyrarbakka njóta fuglar þess að búa í Fuglafriðlandinu í Flóa
og  þeir eru góðir nágrannar Bakkastofu.

Þessa tónleikadagskrá bjóðum við bæði á Eyrarbakka,
um landið og á höfuðborgarsvæðinu.
Hún kjörin fyrir allar kynslóðir og blandaða aldurshópa fjölskyldna.

Stokkönd 4.JPG
Lóa 1.JPG
Músarrindill 2.JPG

Fuglakantatan á geisladiski hefur að geyma 14 lög Valgeirs Guðjónssonar við fuglakvæði Jóhannesar úr Kötlum, en dóttir hans
Vigdís Vala syngur með honum á plötunni.

 

Tónlistin hefur fallið í afar góðan jarðveg hjá fólki á öllum aldri en Valgeir hefur haldið fjölda Fuglatónleika að vori í Eyrarbakkakirkju
og svo mun verða áfram.

 

Valgeir heimsækir líka skóla og hrífur börn á öllum aldri með sér
inn í hin stóra heim fugla himinsins

.

Ríkulega skreytt  textahefti fylgir með myndum af öllum fuglunum sem búa í Fuglakantötunni. Hún hentar fólki á öllum aldri, heima sem heiman.

Þegar himinbirtan tekur að lýsa upp auðlindir jarðar og náttúru
og fuglarnir leika undir með kvaki og krunki
er tími „Fuglatónleika“ á næstu grösum.

 

Í hverju ári byggja ljóðskáldið og tónskáldið tón- og textabrú
vítt og breitt um landið.


Ferðast verður með boðskap fuglanna milli byggðarlaga og boðskapur
sendiherra náttúrunnar, fugla himins, hafs og lands boðaður.
Hér er skerpt á vitund okkar mannanna um mikilvægi þess að hlú að
þeirri viðkvæmu auðlind sem náttúran er, í allri sinni fjölskrúðugu mynd. 

mandarínaönd.jpg
Fuglamyndir Alex Mána á Stokkseyri

Ungur fuglaljósmyndari á Stokkseyri tekur afburðamyndir
af fuglum sem vert er að skoða vel og vandlega!

SPÓI.jpg

Kvæða- og tónlistarvinátta Jóhannesar úr Kötlum og Valgeirs Guðjóssonar á 40 ára afmæli um þessar mundir. 3 hljómplötur hafa komið út og óútgefið efni bíður birtingar.

 

Bragsnilld Jóhannesar er óumdeild og næmni hans í lýsingum á fólki, dýrum og náttúru
er djúp og sönn. Tónskáldið Valgeir komst snemma að raun um tónlistargáfu skáldsins,
því hvergi skeikar atkvæði í ljóðum hans, sem falla þar með þétt að laginu sem býr í þeim.

 

Maríuerla 1.JPG
Stelkur 4_edited.JPG
Spói V.JPG
Maríuerla 1.JPG
Hlusta á Fuglakantötu
Stelkur 1.JPG
Smellið á nótuna til að lesa ljóðin!
Músarrindill 3.JPG
Rjúpa 5.JPG