


Valgeir Guðjónsson


HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein


Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
og Valgeir Guðjónsson





Tónleikar vítt og breitt um landið
Valgeir Guðjónsson flytur flytur lög sín við ljóð Jóhannesar úr Kötlum,
bæði heima og heima þar sem fuglar koma mjög við sögu.
Orð skáldsins eru hvatning á tímum þegar allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við þeirri þróun, sem blasir við að óbreyttu.
Við hyggjumst ferðast um landið í sumar og haust með þessa einstöku fjölskyldudagskrá fyrir börn á öllum aldri og gleðjast yfir fuglum himisins.
Þeir eru tákngervingar náttúru heimsins sem á svo mjög undir högg að sækja
og bregst æ oftar við með ófyrirsjáanlegum hætti.
"Eru fuglar líka fólk? ", er heiti tónleikadagskrár um fugla og náttúru.
Dagskrána höfum við í Bakkastofu þróað og flutt til margra ára
með nátttúruvernd sem undirliggjandi boðskap.
Dagskráin byggir á flutningi laga sem tengjast meðvitund okkar um mikilvægi þess
að skilja og ganga vel um Móður Jörð.
Við spyrðum tónlist Valgeirs við texta Jóhannesar úr Kötlum.
Skáldið varpar skörpu ljósi á líf fugla og Ásta Kristrún fléttar inn stuttar frásagnir á
milli laga um einkenni þess fulgs sem sungi er um og háttarlag þeirra,
sem við mannfólkið eigum auðvelt með að samsama okkur með.
Smellið á nótuna hér lengst til hægri á spilaranum
þá birtast ljóðin samhliða hverju lagi við hlustun.
FUGLAKANTATAN
Fuglakantatan á geisladiski hefur að geyma
14 lög Valgeirs Guðjónssonar
við fuglakvæði Jóhannesar úr Kötlum,
en dóttir þeirra Ástu Kristrúnar,
Vigdís Vala syngur með honum á plötunni.
Ríkulega skreytt textahefti fylgir með myndum af öllum fuglunum sem búa í Fuglakantötunni,
en þær eru flestar teknar af mætum lækni á Akureyri sem ljáði skáldinu myndir sínar.
Tónlistin höfðar til fólksá öllum aldri kynslóðirnar hafa sameinast á Fuglatónleikum um Páska leytið í Eyrarbakkakirkju.
Nú hefur Bakkastofa hafið samstarf við kóra landsins um flutning á lögum Valgeirs, ekki aðeins
úr fuglabálki hans
heldur einnig flutning úr hinni margbreytilegu
og víðfeðmu tón- og textakistu hans.
Fuglamyndir Alex Mána á Stokkseyri
Ungur fuglaljósmyndari á Stokkseyri tekur afburðamyndir af fuglum sem vert er að skoða vel og vandlega!
Þegar himinbirtan tekur að lýsa upp auðlindir jarðar og náttúru
og fuglarnir leika undir með kvaki og krunki
er tími „Fuglatónleika“ á næstu grösum.
Í hverju ári byggja ljóðskáldið og tónskáldið tón- og textabrú
vítt og breitt um landið.
Ferðast verður með boðskap fuglanna milli byggðarlaga og boðskapur
sendiherra náttúrunnar, fugla himins, hafs og lands boðaður.
Hér er skerpt á vitund okkar mannanna um mikilvægi þess að hlú að
þeirri viðkvæmu auðlind sem náttúran er, í allri sinni fjölskrúðugu mynd.

Kvæða- og tónlistarvinátta Jóhannesar úr Kötlum
og Valgeirs Guðjónssonar á sér langa sögu og þrjár hljómplötur
hafa þegar komið út.
Bragsnilld Jóhannesar er óumdeild og næmni hans
í lýsingum á fólki, dýrum og náttúru er djúp og sönn.
Tónskáldið Valgeir komst snemma að raun um tónlistargáfu skáldsins, því hvergi skeikar atkvæði í ljóðum hans, sem falla þar með þétt að laginu sem býr í þeim.


Hlusta á Fuglakantötu


