Dagskrár Bakkastofu

Við Bakkastofuhjón tökum á móti gestum með tali og tónum og samveru hvort sem þeira koma í fjölmennum eða fámennum hópum, árið um kring. 

Smærri hópar sækja okkur heim í Gömlu stofurnar í Bakkastofu en dagskrár stærri hópa fara oftast fram í Sal Gamla Frystishússins handan götunnar. 

 

Þegar tími leyfir er gengið í gegnum þorpið og þá oft komið við  í Bakkastofu og í
Húsinu - Bygðassafni Árnesinga.
Við mátum okkur við væntingar hvers hóps og sníðum dagskrárnar útfrá þeim.

 

Umsjón með dagskránum er í höndum húsfreyjunnar, og sögukonunnar Ástu Kristrúnar.

Nánari upplýsingar bakkastofa.com / 821-2428
bakkastofa@gmail.com

Gestir okkar kjósa gjarnan að njóta veitinga frá
Hafinu bláa, hinum rómaða veitingastað við vestari brúarsporð Óseyrarbrúar, en þangað er aðeins 
um 3 mínútna akstur. 

 

Eftir eðli og tímalengd dagskráa má ýmist að fá matinn sendan heim í hús eða snæða hann í Hafinu bláa  

Valgeir leikur og syngur

Ásta segir

Gestir njóta

Gestir njóta

Við leggjum áherslu á innihald og nánd við gesti í öllum okkar dagskrám, óháð hópastærð. 

 

​Dagskrárnar smellpassa fyrir upplyftingaferðir vinnustaða, ráðstefnur og fundarhöld  við óhefðbundnar aðstæður, fjölskyldumót og fyrir fyrirtæki til að bjóða erlendum samastarfsaðilum öðruvísi „út að borða“.
Og svo framvegis...

Dagskrárnar okkar eru allskonar og ýmiskonar, sambland af tónlistarflutningi, sagnastund.

Gamli frystihússalurinn, fyrrum fiskverkunarsalur Eyrar-bakka, býður kjöraðstæður fyrir tónlistar- og menningar-viðburði. Umhverfið er óhefðbundið en umfaðmandi fyrir hvers kyns móttökur og samkomur..

 

Gestir geta komið þangað með eigin fordrykki og í tengslum við dagskrár Bakkastofu njóta þeir oftar góm-sætra máltíða á hinum rómuðu veitingastöðum Bakkans, sem eru  
Rauða húsið og Hafið Bláa.

Þeim sem kjósa að dvelja yfir nótt bjóðast margbreytilegir kostir, en í þorpinu er hið rómaða "Bakki Hostel" með íbúðum sem og uppbúnum gæðakojum, auk  fjöldi smærri gistilausna á vegum einkaaðila.

 

Fyrir þá sem kjósa að gista og staldra lengur við hjá okkur í þorpinu, má tengja heimsóknina við Húsið,  Byggða-safn Árnesinga sem er á nokkrum stöðum í þorpinu.

Samkvæmt séróskum má líka skipuleggja innlit í hina ómótstæðilegu í Eyrarbakkkirkju.

Í þorpinu býr fjöldi listamanna og samkvæmt samkomulagi má heimsækja þá. Til dæmis listamann sem sker út undurfagra fugla og listakonu sem smíðar einkar fagra og frumlega
skartgripi úr silfri.

Þá hefur Laugabúð getið sér gott orð fyrir sölu íslenskra listmuna og ef verslunin er ekki opin getum við í Bakkastofu kannað möguleikann á innliti.

 

Þá eru gönguferðir og útivist, útreiðar og kajakferðir nokkuð sem fella má inn í heimsóknir hér á Eyrarbakka.

Bakkastofa - Eyrargata 32, Eyrarbakki 820, Iceland

bakkastofa@gmail.com / sagamusica@gmail.com

tel: +354 821 2426 / 821 2428 / 561 2429