


Valgeir Guðjónsson
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Hljóðbók


HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein


Hljóðbók
BAKKASTOFA



Dagskrár Bakkastofu
Við Bakkastofuhjón tökum á móti gestum með tali og tónum og samveru hvort sem þeira koma í fjölmennum eða fámennum hópum, árið um kring.
Smærri hópar sækja okkur heim í Gömlu stofurnar í Bakkastofu en dagskrár stærri hópa fara oftast fram í Sal Gamla Frystishússins handan götunnar.
Þegar tími leyfir er gengið í gegnum þorpið og þá oft komið við í Bakkastofu og í
Húsinu - Bygðassafni Árnesinga.
Við mátum okkur við væntingar hvers hóps og sníðum dagskrárnar útfrá þeim.
Umsjón með dagskránum er í höndum húsfreyjunnar, og sögukonunnar Ástu Kristrúnar.
Nánari upplýsingar bakkastofa.com / 821-2428
bakkastofa@gmail.com
Gestir okkar kjósa gjarnan að njóta veitinga í hinum
rómuðu veitingastöðum Rauða húsinu við Gamla torgið eða í Hafinu bláa við vestari brúarsporð Óseyrarbrúar,
en þangað er aðeins um 3 mínútna akstur.
Eftir eðli og tímalengd dagskráa má ýmist að fá matinn sendan þangað sem dagskráin fer fram eða
snæða hann á veitingastöðunum

Valgeir leikur og syngur
Ásta segir
Gestir njóta
Gestir njóta



Sá háttur sem hafður er á...
Dagskrárnar okkar eru allskonar og ýmiskonar sambland af tónlistarflutningi, sagnastund og samveru.
Við leggjum áherslu á innihald og nánd við gesti í öllum okkar dagskrám, óháð fjölda gesta.
Dagskrárnar smellpassa fyrir upplyftingaferðir en einnig fyrir ráðstefnur og fundarhöld við óhefðbundnar aðstæður.
Gestgjafar bregða fyrir sig ensku og skandínavísku þegar fyrirtæki og stofnanir bjóða erlendum samstarfsaðaðilum
"öðruvísi" út að borða, með dagskrá og tilheyrandi.
Þegar gestafjöldi fer yfir 25 manns eru dagskrárnar haldnar í Bakkastofusalnum handan götunnar, í fyrrum
aðgerðarsal Gamla frystihússins.
Salurinn hefur verið innréttaður á óhefðbundinn hátt, og er umfaðmandi fyrir hverskyns tónlistar- og menningarviðburði.
Hvort sem dagskrár fara fram í gömlu Bakkastofu eða í Bakkastofusalnum geta gestir komið með eigin veigar
áður en þeir njóta gómsætra máltíða.
Fyrir þá sem kjósa að gista og staldra lengur við hjá okkur í þorpinu bjóðast fjölbreytilegir kostir.
Bakkastofa kemur með ábendigar um það sem
upplifa má á hinum sögulega Eyrarbakka.
Þá aðstoðar hún einnig gesti sína við að hafa samband við tengla þeirra staða sem þeir hafa áhuga á að heimsækja.
Bakki Hostel hefur á að skipa einkar vönduðum gistiíbúðum á góð verði en einnig hostel-herbergi með uppbúnum gæðakojum og aðgangi að fullbúinni eldunaraðstöðu, matsal
og góðri hreinlætisaðstöðu.
Fyrst ber að nefna þá einstöku upplifun að ganga í gegnum þorpið og skynja anda liðinnar tíðar og gönguferðir um sendnar strendur, sem framkalla jafnt slökun og orkuhleðslu.
Húsið, Byggðasafn Árnesinga er eitt elsta hús landsins sem hefur að geyma jafnt einstakka sögulega atburði sem og merka muni og minjar. Sjómennasafnið er hluti af Byggðasafninu og stendur austan við túnfótinn.
Samkvæmt óskum má skipuleggja innlit í hina ómótstæðilegu í Eyrarbakkakirkju,
en saga hennar er einkar áhugaverð
Í þorpinu býr fjöldi listamanna og samkvæmt samkomulagi má heimsækja þá. Til dæmis listamann sem sker út undurfagra fugla og listakonu sem smíðar fagra og frumlega skartgripi úr silfri.
Þá hefur Laugabúð getið sér gott orð fyrir sölu íslenskra listmuna og ef verslunin er ekki opin getum við í Bakkastofu kannað möguleikann á innliti.
Þá má skipuleggja og bóka hesta- og kajakferðir.