top of page

Eyrarbakkabrúin

Bakkastofa er heimavöllur Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns með meiru, sem hefur lagt þjóðinni til lög og söngtexta um langt árabil. Gestir í Bakkastofa fá að njóta flutnings hans og þegar svo ber undir tekur sjálfur. 

 

Valgeir tekur að sér veislustjórn og tónleikahald eftir óskum, hvort sem það er haldið í Bakkastofu eða hvar sem er á landinu. 

Bakkastofa - Menning og meira til

Tónlist & Veislustjórn

Bakkastofa er menningarsetur á Eyrarbakka sem er starfrækt af hjónunum Ástu Kristrúnu og Valgeiri Guðjónssyni, ásamt börnum þeirra. Bakkastofan býður upp á margvíslega menningarstarfsemi á borð við sagnavökur, tónleika, námskeið og meira til. Dagskrárnar henta alls konar hópum, hvort um sé að ræða vinnustaði, vinahópa, fjölskyldufólk eða saumaklúbba. Frekari upplýsingar um Bakkastofu má finna á þessari síðu.

Eyrarbakkabrúin - þar sem fortíðin lifnar við...

Eyrarbakkabrúin er samstarfsverkefni Bakkastofu og "Hússins" - Byggðasafns Árnesinga. Ásta Kristrún segir sögur af fólkinu sem gerði garðinn frægan á 19. öld. Hún er einn af afkomendum þessa fólks og kann því frá mörgu merkilegu að segja. Þá tekur við heimsókn í "Húsið" þar sem fólkið bjó.  Þar tekur Lýður Pálsson safnstjóri á móti gestum í " Húsinu" og Valgeir Guðjónsson leikur vel valin lög í Bakkastofu eða í " Húsinu" eftir hentugleikum.

Bakkastofa
í fjölmiðlum

Námstækni

Auk menningardagskráa í Bakkastofu heldur stofan námskeið sem eru ýmist á staðnum eða á vettvangi skóla og í fjarkennslu.

Í vetur er lögð áhersla á námskeið í námstækni í umsjá Ástu Kristrúnar.
Nemanet námstækið sem er sérhæfður búnaður   til eflingar námsfærni á öllum skólastigum byggir á aðferðafræði Ástu. 

Þátttakendur eru þjálfaðir í notkun Nemanets og fylgt eftir á lokaðri facebókarsíðu yfir skólaárið.

 

Upplýsingar má finna á www.nemanet.is

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page