Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Eyrarbakki - Bakki bakkanna!
Eyrarbakki liggur mitt í hjarta Flóarívíerunnar, umkringdur sunnlenskum fjalladrottningum, glampandi jökulsköllum í fjarska og gamalgrónum landbúnaðar- og menningarhéruðum nær. Úti fyrir syngur Atlantshafið og teygir sig lóðbeint og án fyrirstöðu fasts lands til Suðurskautslandsins þar sem mörgæsirnar vagga til hægri og vinstri.
Eyrarnar
Eyrarnar sem svo voru kallaðar þegar land tók að byggjast voru viðkomustaður Ingólfs Arnarsonar, Auðar djúpúðgu og margra ónefndra einstaklinga landnámskynslóðarinnar. Hér rann og rennur áin mikla kennd við Ölfus og sameinast hinumm söltu bárum sjávar. Líkum hefur verið rennt undir að Írar hafi verið hér fyrr á ferð, samanber örnefnið Íragerði á Stokkseyri.
Frá Eyrunum sigldi Bjarni Herjólfsson í sinni (næstum) frægu sjóferð sem bar skip hans að furðuströndum lengst í vestri. Bjarni var skynsamur eins og títt er og hefur verið um Flóamenn og kaus að freista ekki landgöngu, enda átti hann erindi við föður sinn á Grænlandi.
Nokkrum árum síðar keypti Leifur Eiríksson rauða skipið af Bjarna og sigldi í slóð hans, fann lönd og hlaut vegtylluna um fund Ameríku
Samkvæmt heimildum komu svokölluð Bakkaskip færandi varninginn heim, allt frá 10. öld og fram á öndverða síðustu öld. Hér var löndunar- og fermingarhöfn skipa biskupsstólsins í Skálholti um aldaraðir.
Eyrarbakki var verslunarstaður frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar og rómaður vermireitur menningar og menntunar á 19.öld. Héðan var stutt og greiðfært um láð og lög og bændur og búalið fluttu afurðir sínar á Bakkann til sölu og sneru heim til sveita með nauðsynjar fyrir andvirði framleiðslu þeirra.
Nýting auðlinda byggði þó á góðum lendingarmöguleikum kaupskipa og fiskiskipa, hugviti, metnaði og heiðarleika. Þetta tókst á Eyrbakka á19.öldinni.
Menningin, sagan og sjálft Húsið gera Eyrarbakka eftirsóknaverðan stað til að heimsækja. Náttúran og hafið er umgjörðin en þorpið framkallar upplifun á fólki og sögu þrjú síðustu árhundruðin. Tilgangurinn með að ferðast á framandi slóðir felst ekki síst í raunupplifunum á stöðum og menningu sem hefur varðveist frá liðinni tíð.