'IMG_7845-1 copy-s.jpg

Gestakomur á nýju ári

Á nýju ári búum við okkur í Bakkastofu undir móttöku góðs fólks sem leitar upplyftingar með samstarfsfólki, vinahópum, fjölskyldum og samferðafólki í félaga-samtökum.

Síðustu átta ár hefur Bakkastofa boðið dagskrár þar sem samvera, sögur og tónlist mynda ánægjulega fléttu en þar leikur tónlistarbóndinn Valgeir Guðjónsson við hvern sinn fingur.

Eyrarbakki er fámennt þorp við hafið og þeir sem helga sig móttöku gesta vinna náið saman. Bakkastofa hefur á síðustu árum tekið að sér milligöngu um samsetningu sérsniðinna dagskráa í samráði við bókunaraðila.

 

Ef gestir vilja tengja skemmtun og málsverð liggur beinast við að njóta þeirra á Gamla torginu í hinu rómaða Rauða Húsi.

Ef gestir kjósa að komast í nánari snertingu við sagnaarfinn má heimsækja „Húsið“ Byggðasafn Árnesinga, en það hús er eitt af fimm elstu húsum landsins.

 

„Húsið“ er líka við Gamla torgið og svo vill til að rætur húsfreyjunnar í Bakkastofu ná þangað aftur til 19. Aldar.Hún miðlar því sögum frá liðnum tíma á lifandi og persónulegan hátt.

Þá er Eyrarbakki sjálfur einskonar „safn“ og flétta má inn gönguferð í gegnum þetta kyrrláta þorp prýtt gömlum húsum og eftir strandlengjunni við hið opna Atlantshaf.

 

Við köllum það stundum „Hafið endalausa“ því það snertir svo gott sem ekki land á ný fyrr en við Suðurpólinn.

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband