top of page

Námskeið fyrir fólk sem horfir til starfsloka og breytts lífstakts í kjölfarið.


Markmið

Námskeiðið byggir á fræðslu um heilsueflingu og sjálfsþekkingu svo hver og einn geti nýtt eignleika sýna sem best. Uppbyggin námskeiðsins gerirr menntun að skemmtun og  hvatt er til frjórra og gefandi umræðna á milli leiðbeinenda og þátttakenda og þátttakenda innbyrðis. Frjó  samvera og innbyrðis traust á milli þátttakenda er sá jarðvegur sem unnið er á og í.
 

Efnisflokkar

Helstu þættir fræðslunnar fjalla um gildi hreyfingar,  líkamsbeitingar, næringar og svefns, en einnig eru þáttakendur virkjaðir í greiningu áhugsviða sinna og hlutverka í lífinu.
 

Leiðsögn

Stjórnandi námskeiðsins er Ásta Kristrún Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Hún fær til sín valinkunnir sérfræðinga á hinum ýmsu fræðasviðum.
 


Tímalengd

Tímalengd námskeiðs getur verið frá einum degi upp í þrjá daga. Ef þátttakendur vilja njóta skoðunarferða um Suðurland lengist tíminn um einn eða tvo daga. .

Á eins dags námskeiði er stikklað á stóru um efnisþætti sem varpað geta ljósi á þau atriði sem styrkt geta einstkalinga til sjálfstæðra athafna eftir að launastarfi lýkur og nýr lífskafli opnast.

Tímalengd og inntak

Á lengri námskeiðunum er farið dýpra í hvern þátt, en að auki eru skoðunar- og menningarferðir um Suðurlandi tvinnaðar inn í dagskrána.


Fjöldi
Fjöldi þátttakenda getur verið frá 10 til 40 manns. Þegar hóparnir eru stærri en 15 manns er lögð áhersla á hópaskiptingu í fræðslulotunum til að tryggja gagnkvæm samkipti leiðbeinenda og þátttakenda og þátttakenda innbyrðis.

Aðstaða

Þegar um stærri hópa er að ræða gista þátttakendur á hótelum sem eru í samstarfi við Bakkastofu. Lögð er áhersla á holla næringu en utan morgunverðar eru máltíðir ýmist á hótelinu eða á spennandi veitingastöðum í nærsveitum Eyrarbakka.
 


Gisting
Gisting smærri hópa getur ýmist verið á hótelum eða á gistiheimilum á Eyrarbakka enda fer fræðslan þá að mestu fram í Bakkastofu.
 


Evrópsk viðurkenning

Námskeiðið hefur verið kennt síðasliðinn 15 ár við lofsamlegara undirtektir þátttakenda “Auður efri ára” var valið af WHP in Europe og Federal Institute for Occupational Safety and Health sem  "model of best practice" á sviði fullorðinsfræðslu. Verkefnið var valið úr 64 innsendum verkefnum víðsvegar um Evrópu.

Auður efri ára er í boði jafnt á íslensku, ensku og skandínavísku

 

Námskeiðið er einungis i boði fyrir hópa í gegnum ferðaskrifstofur og stofnanir eða félagasamtök.

 

 

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page