top of page
IMG_7729_edited.jpg

SAGA MUSICA

Tónleikadagskrá á ensku fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga sem láta sig þjóðararf fornbókmennta okkar varða.

Hér til hliðar er að finna nokkur lög úr Saga Musica bálkinum, í vinnuútgáfu höfundar.

Margmiðlunarverkefni

SAGA MUSICA

Að auki þess að vera tónleikadagskrá, þá er Saga Musica einnig margmiðlunarverkefni sem fellur vel að breyttu landslagi í útgáfu
tónlistar og kveðskapar.

Saga Musica samanstendur af 15 frumsömdum lögum og textum Valgeirs Guðjónssonar sem taka fyrir erkitýpur Íslendingasagnanna og fjalla um lífið á landnámstímum. Þetta er ástríðuverkefni Valgeirs og sem hann vill gera að framlagi sínu til íslenskrar menningararfleiðar, í tilefni 70. afmælisárs hans.

Verkefnið, texti laganna og sögurnar eru á ensku. Íslendingasögurnar hafa aldrei verið sérstaklega aðgengilegar, hvað þá erlendum gestum, og er því Saga Musica með ákveðna sérstöðu í þeim efnum. Þessi samtvinnun tónlistar og bókmennta, sem Saga Musica stendur fyrir, er ákveðin nýsköpun í miðlun á sagnaarfinum. 

Hluti af verkefninu er bók - í gegnum lögin er dreginn söguþráður og fylgir hverju lagi myndskreytt smásaga. Saman mynda textar laganna og sögurnar eina stóra heild, þar sem fylgt er eftir tveimur ólíkum einstaklingum í gegnum súrt og sætt og hvernig líf þeirra fléttast saman á stórbrotinn og grimmilegan máta. Verður úr þessu ákveðin örlagasaga í anda Íslendingasagnanna.

 

​Sögurnar verða leiklesnar og ofan á lesturinn verður blandaður hljóðheimur, sem sagt þegar á er hlustað er líkt og hlustandinn sé staddur inni í sögunni. Lögin eru síðan fléttuð saumlaust inn á milli sagnanna, og þar með verður upplifunin eins og verið sé að hlusta á kvikmynd.​

Bakkastofa Menningarhús / Bakkastofa Centre

bakkastofa@gmail.com - tel: +354 - 821 2428 / 561 2429

EYRARGATA 32, 820 Eyrarbakki, ICELAND

bottom of page