top of page
Sjálfsþekking
Hvað hentar þér?    
Við hvað viltu fást?
Hvernig lætur þú það gerast?

Það er merkilegt hversu vel við getum þekkt eiginleika annarra og þá oft betur en okkar eigin.Við skynjum sjálf okkur útfrá allskonar áreitum í umhverfinu eins og frammistöðu, ánægju, ábyrgð hrifningu annarra á okkur en heildarmyndin er ekki alltaf svo skýr.

Til þess að njóta tækifæranna í lífinu og takast á við það sem við teljum  að betur megi fara, er sjálfsþekkingin lykilatriði.

 

  • Við getum illa sett okkur markmið nema að þekkja hvernig þau henta okkur sem persónum.
     

  • Án þess að vita hvað veitir okkur ánægju eigum við erfitt með að velja og leggja hart að okkur til að ná sem næst því marki.
     

  • Þekking á eiginleikum okkar gerir okkur kleift að taka 
    markvissar ákvarðanir um menntun okkar, líf og starf.

Áhugasvið okkar endurspegla hvað við viljum helst gera í lífinu og hvaða nám, störf og viðfangsefni eru líklegust til að veita okkur ánægju.

Starfsánægja er ein grundvallarforsenda þess að fá notið sín í lífi og starfi. Ef starfsánægju skortir, koma neikvæðar afleiðingar einatt í ljós. Þær geta lýst sér í leiða, áhugaleysi, þunglyndi, dvínandi afköstum og starfskulnun.

NemaCode - áhugasviðsgreining

NemaCode / IDEAS áhugasviðsgreiningin  byggir á RIASEC líkani Dr. John Lewis Holland, þekktasta lærimeistara þessara fræða. Niðurstöðurnar eru túlkaðar samkvæmt NemaCode aðferð Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur, en þessi aðferð þykir auka mjög á hagnýtt notagildi áhugasviðkönnunarinnar.

Dr. Holland var kynnt þessi aðferð skömmu áður en hann féll frá og veitti hann góð ráð og ítrekaði velþóknun sína á þessari nýju sýn á sitt víðfræga RIASEC líkan.

 

Til að lesa um heimsókn til John Holland, smelltu hér...

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page