top of page

Nemanet

Nám og sú kunnátta sem hver og einn tileinkar sér og nær tökum á er einn megingrundvöllur farsæls samfélags.
Það er því brýnt að námsfólk takist á við nám sitt af festu og uppskeri jafn vel og til er sáð.

 

Á þeirri tækniöld sem við lifum í máta heita nokkuð merkilegt að rafrænar lausnir sem lúta að lærdómi og því að tileinka sér þekkingu skuli ekki vera á hverju strái.

 

Að sönnu er mikið framboð á rafrænu námsefni í ýmsum myndum, en skort hefur tæki og aðferð sem lýtur að náminu sjálfu, hvort sem efnið er sett fram með rafrænum hætti eða ekki.

Ásta Kristrún ávarpar indverska verkfræðinema,
fyrstu reynslunotendur Nemanets í nýrri gerð

Nemanet námstækið lítur nú dagsins ljós eftir langt sköpunarferli, með fulltingi indversks hugbúnaðarhúss sem hefur náð að sjá við þeim hindrunum sem áður töfðu för.

Á myndinni að ofan útskýrir Ásta Kristrún tækið fyrir hópi indverskra verkfræðinema sem táka þátt í prófunum Nemanets. Þá má sjá hér til hægri.

 

Þessa er getið hér til að undirstrika að Nemanet má virkja fljótt og vel á ólíkum tungumálum og eins hitt að nám er sammannlegt viðfangsefni sem spyr ekki um stétt, stöðu eða þjóðerni.

Fyrir rúmum 12 árum fékk Ásta Kristrún námsráðgjafi þá hugmynd að vefvæða kenningar sínar og aðferðir til að styðja námsmenn til góðra verka. Í ljósi tímans má staðhæfa að sú hugmynd hafi verið á undan bæði samtíð sinni og getu veraldarvefsins á fyrstu árum aldarinnar.

 

Nú hefur tæknin loks náð að ráða við kröfur höfundarins um lipurt, kröftugt námstæki sem taka má til kostanna hvar og hvenær sem er.

Það vantaði ekki einbeitnina þegar konan í norðri talaði við indversku nemendurna

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page