top of page

Umsagnir gesta

 

Okkur í Bakkastofu þykir afar vænt um þegar gestir senda okkur umsagnir um upplifun sína af heimsókn til okkar.

 

Hér fylgja nokkrar til fróðleiks:

"Við vorum svo ánægð með þessa yndislegu og
 skemmtilegu stund sem við áttum með ykkur...
 Enn og aftur kærar þakkir fyrir allt saman."

 

"Skemmtileg upplifun, lífleg en ekki síður fræðandi." 

 

"Kom skemmtilega á óvart, fræðandi, líflegt og dásamleg gleði sem fyllti hvern krók og kima. "


"Alveg frábært!"

 

"Mjög skemmtilegt - frábært að heimsækja þau í heimahús og afar fróðlegt. Þau eru bæði snillingar að taka á móti gestum."

 

"Mæli með þessu fyrir hressa fróðleiksfúsa hópa." 

 

"Mjög skemmtilegt! Ásta segir skemmtilega frá og þau bæði skemmtilegir karakterar. Ekki skemmdi fyrir þegar Valgeir fór að spila á gítarinn og syngja."

 

"Að bjóða fólki, ókunnu fólki inn í stofu til sín til að segja þeim sögu og syngja og leika fyrir þau er með eindæmum sérstakt og skemmtilegt". 

 

"Andinn í Bakkastofu er einstaklega góður sem og nærvera hjónanna í húsinu".

 

"Saga kvennanna  úr "Húsinu" Byggðasafninu er ákaflega fróðleg og skemmtileg. Saga kvennanna í fjölskyldu Ástu er svo sérstök, skemmtileg og fræðandi að það þarf að koma henni í bók". 

 

"Ég ætla fyrir hönd okkar systra í stúkunni nr. 14 Elísabetu IOOF að þakka heiðurshjónunum Ástu
og Valgeiri fyrir frábærarar móttökur í Bakkastofu með skemmtilegum fróðleik frá lífi forfeðrana á Bakkanum og fallegum tónlistarflutningi. Stórskemmtileg stund sem óhætt er að mæla með".

 

"Kæru hjón Ásta og Valgeir. Þúsund kossar til ykkar fyrir frábærar móttökur. Sjáumst örugglega aftur!"

 

"Bakkinn er staðurinn... " 

 

"og Valgeir er maðurinn..."

 

"Takk kærlega fyrir elsku Ásta Kristrún. Mikið var yndislegt að koma til ykkar í gær í Bakkastofu.
Risa knús til ykkar!"

 

"Hjartans þakkir fyrir yndislegar móttökur og ógleymanlega kvöldstund".

 

"Skemmtilegustu tónleikar sem ég hef verið á lengi!"

 

"Við þökkum fyrir dásamlega kvöldstund á Eyrarbakka!"

 

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page