top of page

Hvers er að vænta í  Jólaveislunni?

 

Fyrri hluti "Gömlu jólanna" er samvera og forleikur að hátíðarmáltíð, þar sem litið er yfir farinn veg í jólahaldi á Íslandi og víðar í menningu og mat,  þar sem þroskasaga  íslensku jólasveinanna fléttast inn í. Tónlistarflutningur að vali Valgeirs og að óskum gesta og samsöngur úr jólasöngvabók samkvæmt minni.

 

Fjöldi og aðstaða 

Þegar fjöldi gesta er undir og um 30 manns fer fyrri hlutinn fram í Bakkastofu en þegar fjöldinn er meiri gefst betur að hafa hann í Saga Music Hall sem er notalegur salur í gamla frystihúsinu, fyrrum Gónhóli rétt handan götunnar frá Bakkastofu.

 

Þegar vel viðrar er ánægjulegt að ganga á milli húsa koma við í Eyrarbakka-kirkju og upplifa andakt og líta við á Jólatréssýningu „Hússins“ á leiðinni í borðhaldið í Rauða húsinu.

 

Flétta má inn samkvæmisglensi og söng,  ýmist í fyrri hluta dagskrár eða á meðan borðhaldi stendur.

 

Tímaþáttur

Gott er að miða við að forleikurinn vari í um eina og hálfa klukkustund. 
Til dæmis ef gestir koma á Eyrarbakka kl 18:30, þá hefst borðhaldið um kl 20+ (fer eftir því hvort staldrað er við á milli húsa, í byggðasafninu "Húsinu" og í Eyrarbakkakirkju í fylgd Bakkastofuhjóna. Dagskrárlok og heimferð um og upp úr kl 22 – 22:30.

 

Virkni og uppákomur

Þegar  það eru skemmtinefndir sem skipulagt hafa komuna á Eyrarbakka eru fulltrúar hennar misvirkir og stundum eru þeir búnir að undirbúa litlar uppákomur. Bakkastofa getur samhæft slík innlegg með nefndunum. Sem dæmi má nefna leynijólagjafir, möndlugjafastundir sem eru alltaf vel þegnar, dansk-sænskur siður sem hefur festst í sessi hjá mörgum. Möndlunni má koma fyrir í graut í smámálum og þarf ekki vera hluti af borðhaldinu. 
Allt sem kætir og eflir samveru og góð samskipti er af hinu góða.

“Gömlu jólin” á aðventunni á Eyrarbakka

Hátíðarborð Rauða Hússins í anda “Gömlu jólanna”:

 

Jólamb á beini, brúnaðar kartöflur, rauðkál, baunir, eplasalat og brún sósa.
 

Jólahangikjöt á beini, kartöflur í hvítri sósu, kartöflumús, rauðbeður og súrsaðar agúrkur.
 

Hnetusteik, sæt kartöflumús og sellerísalat
 

Leyndardómar 19. aldar - Svikna skjaldbakan

 

Eftirrréttir í anda “Gömlu jólanna” 

 

Kaffibúðingur / Dönsk eplakaka / Lagkaka með sveskjusultu

Kaffi eða Heitt súkkulaði með rjóma

Óþol og ofnæmi 

Það er sífellt algengara að veitingastaðir fá óskir um sérlausnir fyrir þá sem hafa fæðuóþol. Rauða húsið vandar til verka í slíkum tilfellum og mætir þörfum gesta með hvers kyns fæðuóþol.

Ef fólki liggur ekki á heim er Bakki Hostel  úrvals gistiheimili á góðu verði með uppbúnum kojum og brakandi líni og vel búnum hótelíbúðum. að auki. 

Gömlu jólin - heildardagskrá - verð frá  7.500 - 11.500 eftir stærð hópa.

 

Bókanir og nánari upplýsingar:
bakkastofa@eyrarbakki.is / 821 2428 - 561 2429

Hér eru  góðar hefðir fortíðar
hafður í heiðri og hávegum og eins nálægt hjartanu og komist verður.

Smellið á myndina til að skoða "Gömlu jólin"

Bakkastofa - Eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page