top of page

Bakkastofa - Eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

Fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum
Skammdegið kallar á þjóðlegan gleðskap og þróttmikinn!
Aðventan á Bakkanum

Fyrir vinnustaði, fjölskyldur og vinahópa sem vilja lýsa og létta lund á aðventu og í aðdraganda hennar í anda gamallar tíðar.

 

Í samstarfi við Rauða Húsið og Byggðasafnið „Húsið“ býður Bakkastofa nýstárlegar aðventu- og  jólavökur á hinum sögufræga Eyrarbakka. Gestir eru leiddir á vit  tónlistar, sagna og  gómsætra jólarétta í anda gamla tímans. 
 

Gestgjafarnir Valgeir og Ásta leiða gesti inn í þessa huldu heima sem skilja engan ósnortinn og alla enduhlaðna inn í jólahátíðina og nýja árið.

 

Nánari upplýsingar, verðtilboð og bókanir á bakkastofa@eyrarbakki.is,
símar 561-2429 og 821-2428. 

Jólavökur á Eyrarbakka
kirkja_kerti_smækk_smækkinnimynd_jól_blá
asta_valli_011.png
#IMG_20161125_121426.jpg
Fyrir stórfjölskyldur, vinnustaði og vinahópa

Andakt jóla með áherslu jafnt á andans fóður sem þess sem lýtur lögmálum munns og maga.

 

Bakkastofa hefur á undanförnum árum haldið Jólavökur sem mótaðar eru eftir þörfum gesta,

í minni og stærri hópum. Þorpið okkar og stemmningin á Eyrarbakka eru kjörin til að kalla fram jólabarnið í okkur með söng sögum og góðum mat.

Það er ekki að ástæðulausu sem kvikmyndatökufólk nýtir þetta gamla þorp sem leiktjöld jóla því litlu þarf að breyta til að framkalla þá upplifun fyrir hvíta tjaldið.

 

Vettvangur Bakkastofu dagskráa teygir sig víða. Í heimhúsinu í Gamla Kaupfélaginu og Gamla Frystihússsalnum og þaðan yfir í Rauða húsið sem reiðir fram dýrðlegt jólaborð.

 

Þá má tengja jólvökurnar við jólatréssýningu Hússins, Byggðasafns Árnesinga, þar sem líta má jólatré með rætur allt til uppruna þeirrar hefðar á landinu. Þá gefst kostur á að kom við í Eyrarbakkakirkju sem gefur fallegt tilefni til andaktar undir söng Valgeirs áður en jólamáltíðar er neytt.

 

Upplýsingar og spjall við Ástu Kristrúnu um fyrirkomulag á 

bakkastofa@gmail.com & 821-2428 / www.bakkastofa.com  

Sögur og sagnir

Íslensku jólin og hefðirnar
í núi og fyrr á tímum.
Á Jólavökunum skerpum við undir sagnakönnunni 
og ímyndunaraflinu með völdum fróðleik og skemmtiefni.

 

Litla jólfjölskyldan.jpg

Jólasöngvar  í bland við aðra tónlist. Valgeir flytur lög úr sinni þekktu lagakistu og virkjar gesti jólavöku til söngs með sér.

 

Jólasöngbókin er ekki langt undan og í samsöng fjarar aldurinn út og og barnseðlið springur út í hugum og hjörtum.

Aðventu- og jólakrásir

Bakkastofa vinnur náið með gæða-veitingastöðum þorpsins,
Rauða húsinu og Hafinu bláa, þar sem dekrað er við bragðlaukana
.
Gestir á 
Jólavökum velja oftar en ekki að fella þann kost inn í jólastemninguna  

 

Rauða húsið  er í göngufjarlægð frá Bakkastofu og
Hafið bláa í 2 mínútna akstursleið frá þorpinu. 

Jólin og aðventan í Húsinu

'Húsið' er eitt fegursta
og merkasta safn landsins.

Þar eru jólahefðirnar í hávegum hafðar

Á Jólasýningu Hússins geta gestir

meðal annars litið

elsta íslenska jólatréð augum

innimynd_jól_bláa_stofan_12363249_741589
Jólamyndir
bottom of page