top of page
Gallerí Bakkastofu

Gallerí  Hafnarloftsins hefur til sýningar og sölu myndverk sem sjá má á staðnum og hér á síðunni.

 

Húsakynnin gefa ríkt tilefni til að prýða þau fagurri list

og ánægjulegt að geta skipt út verkum fyrir ný og breyta þannig andrúmi og ásýnd staðarins.

 

Við brydduðum upp á stuttri sýningu í tenglsum við Menningarnótt, þar sem þrír listamenn frá jafn mörgum þjóðlöndum eru í brennidepli. Hún stendur uppi enn um sinn.

John William Stephenson (1946) - California


Orkan og alheimurinn hefur verið uppspretta verka JWS síðustu 10 árin og inn í verkin fléttar hann minnum sem tengjast Öreindahraðlinum í Cern, þar sem kannaðar eru smæstu eindir hins þekkta efnisheims.

 

JWS beitir sterkum og birturíkum litum í tjáningu sinni á umheiminum og drifkrafti lísfsins. Óvenjuleg blanda af eðlisfræði  og mannlegum drifkrafti  eru skilaboðin sem JWS varpar til okkar gegnum verk sín. Sjá meira...

Salóme Fannberg (1951) - Ísland


Salóme hefur helgað sig veflist um langt skeið og unnið að list sinni víða um lönd.

 

Hún hefur leitað fanga víða í verkum sínum og athygli vakti þegar hún blandaði þangi í ullarvefnað sinn.

 

Myndir hennar eru oft draumkenndar og raunsæjar í senn og vekja gjarnan jákvæð óræð hughrif þess sem gaumgæfir. Meira...

Hanna Aniela Frelek (1984) - Póland


Hanna er fædd og uppalin í Pólandi en fluttist til Íslands árið 2006. Hún nam íslensku við HÍ og stundaði jafnframt listnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur. 

 

Í krafti fágætrar teiknigáfu sinnar hóf Hanna listnám við Edinburgh College of Art þar sem hún stundar nú nám. Listilega teiknuð verk hennar eru margslungin og leitandi í senn. Sjón er sögu ríkari...

  • Wix Facebook page
  • Wix Twitter page
  • Wix Google+ page

hafnarloftið / harbourloft - lækjartorg 5, 101 reykjavík / asta@nema.is - 821 2428 - nemaforum.is

bottom of page