top of page

 

Með menningu og sálfræði sem megin áhugamál, ákvað Vigdís Vala að koma að stofnun fræðslu- og menningarsetursins Bakkastofu með foreldrum sínum.

 

Hún tekur þátt í menningar-dagskrám, semur eigin lög og texta en flytur líka lög eftir Valgeir föður sinn, ein og með honum.

 

Vigdís Vala lýkur BS námi í sálarfræði við Háskóla Íslands í vor. Á þeim grunni vinnur hún við Nemanet nýsköpunarverkefni móður sinnar. Auk fræðslu sinnir Vigdís Vala helst rannsóknum og úrvinnslu á viðbrögðum nemenda sem nota Nemanet í námsvinnu sinni.

 

Vigdís Vala hefur starfrækt hljómsveitir og samið lög og texta frá 17 ára aldri en hefur líka sungið lög eftir föður sinn inn á hljómplötuna Fuglakantötu og upptökur fyrir útvarp. Má þar nefna "Mynd til Láru" sem út kom 2014,
lag og ljóð Valgeirs skrifað fyrir Fjallkonuávarpið á Austurvelli þann 17. júní.


 

Mynd fyrir Fuglakantötu

Beðið eftir að stíga á svið í skemmtiferðaskipi

Sungið fyrir 1000 gesti um borð í Brilliance of the Seas

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page