top of page

Gamli Barnaskólinn

Gamli Barnaskólinn á Eyrarbakka á sér merkilega sögu. Elsti barnaskóli þjóðarinnar var þar til húsa í tæp 40 ár. Þegar nemendum fjölgaði og húsnæðið var orðið of lítið fyrir skólann, keypti Gunnar Jónsson trésmiður það.

 

Gunnar stækkaði húsið til að gera það í senn trésmíðaverkstæði fyrir sig og íbúðarhúsnæði fjölskyldu sinnar.Hann steypti undir það nýjan háan sökkul, en áður hafði húsið staðið á hlöðnum sökkli og færði það síðan nær götunni Búðarstíg 12. Gunnar byggði líka hæð ofan á meginhæðina og gerði tvö stigahús.

 

Eftir hans tíð keypti Jóhann Jóhannsson útgerðarmaður á Eyrarbakka Gunnarshús, en seldi það síðan upp úr 1980 ungri listakonu, Bergljótu Kjartansdóttur. Bergljót hefur að mestu starfað utan Íslands, en Eyrabakki hefur verið bústaður hennar og miðstöð á Íslandi. Hún býr nú í Edinborg..

 

Þótt Bergljót hafi um tíma búið í Gamla Barnaskólanum, átti hún sér alltaf þann draum að láta þetta sögulega hús verða að miðstöð menningar, náttúru og menntunar, í þeim anda sem Eyrarbakki var á blómaskeiði sínu

Bergljót leigði Barnaskólann út undir rekstur kaffihússins Lefolie, þar sem verk hennar voru til sýnis og síðar undir rekstur veitingahússins víðkunna "Rauða Húsið" sem nefnt var eftir lit hússins. Þar sýndi  Bergljót einnig verk sín.

Nú er veitingahúsið  Rauða Húsið starfrækt í öðru húsi sögufrægu húsi í þorpinu, fjórum húsum frá Gamla Barnaskólanum.

Steinhúsið sem nú hýsir Rauða húsið var byggt af Guðmundu Nilsen sem kaupfélag á uppgangstímum Eyrarbakka. Guðmunda var úr „ Húsinu“ sem nú er Byggðasafn Árnesinga og frænka Ástu Kristrúnar í Bakkastofu.

 

Bakkastofa mun starfrækir fræðslu helgar fyrir fólk á öllum aldri í námsfærni Bergljót ljáir Bakkstofu Gamla Barnaskólann á vormisseri undir fræðslu- og menningarstarfsemi. Hún hefur nú í hyggju að selja húsið, helst aðilum sem hafa áhuga á að viðhalda sögulegri arfleifð sem gestir og gangandi geta haft ánægju af. Ásta Kristrún er tengiliður Bergljótar fyrir þá sem hafa áhuga og vilja kynna sér Gunnarshús sem áhugaverða eign.

 

Þeir sem stíga inn í Gamla Barnaskólann upplifa bæði hlýju og góða orku fortíðar og umgjörðin því kjörin fyrir uppbyggilegar stundir, notalegheit og fræðslu.

 

 

Gamli Barnaskólinn mynd frá jólum 2014.

Húsið hefur ýmist verið nefnt Gunnarshús – Gistihúsið – Gamli barnaskólinn – Lefolii – Rauða húsið – Búðarstígur 12

Gunnar Jónsson trésmiður og Ingibjörg Guðmundsdóttir sem bjuggu hvað lengst í Gamla Barnaskólanum sem á þeirra tíma var nefnt Gunnarshús.

Ásta Kristrún við mynd af Guðmundu Nielsen frænku sinni sem byggði árið 1916 verslunarhúsið sem veitingastaðurinn góði Rauða húsið er nú í.

Afnotin og lán á Gunnarshúsi tengjast sýn Bergljótar á að virkja húsið í þágu góðs málefnis. Auk Gamla Barnaskólans nýtir Bakkastofa Búðarhamar undir námskeið og menningardagskrár. Hvort sem gestir koma til að njóta fræðslu eða menningardagskráa, munu þessi tvö hús vekja jákvæðar tilfinningar og frjórar uplifanir.

 

Hið sögufræga þorp Eyrarbakki er sannarlega  kjörið til efla vitund fólks um gildi íslenskrar menningar- og menntarsögu. 
Upplifunum við þessar aðstæður er ætlað að tendra á skilningar-vitum þátttakenda og brjóta upp daglegt mynstur fólks í  umhverfi nútímans þar sem áreitin og umhverfi gefa oft lítið tóm til sjálfskoðunar og íhuganar.

Að lokum má til gamans geta að langafi  Axels Hjartarsonar verkefnisstjóra Nemanet námshugbúnaðarins, var sá sami Gunnar sem breytti Gamla Barnaskólanum í Gunnarshús. Nemanet er hinn aðferðalegi grunnur sem helgarnámskeiðin í námsfærni byggja á.

Verslunarhús Guðmundu Nielsen nýbyggt
og ofar í núverandi rauðum búningi.

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page