LISTEN

2020

Velkomin í Bakkastofu!

ÍSLENSKA FERÐASUMARIÐ ER HÉR!

Við bjóðum stóra og smá hópa velkomna til að njóta gæðastunda hér við hafið bláa hafið,
Tónlist, sögur og samvera á hér á Eyrarbakka, eða annars staðar ef vill...

FERÐAGJÖFIN GILDIR HÉR

FUGLATÓNLEIKAR - "ERU FUGLAR LÍKA FÓLK ?"

„Eru fuglar líka fólk?" er tónlistar- og sagnadagskrá fyrir börn og barnafjölskyldur. Efnistök og boðskapur hverfast um náttúru Íslands, fólk, fugla og verndun jarðar. Kvæði náttúrunnandans Jóhannesar úr Kötlum eru í burðarhlutverki í bland við sögur um hátterni fugla sem tónlist Valgeirs Guðjónssonar gæðir lífi.

 

Kveðskapur og tónlist um fugla, menn og náttúru eru rauði þráðurinn og ýmsum leiðum er beitt til að virkja gesti í viðbrögðum, hreyfingu og söng. Ljóðin bera vitni um sterkt innsæi og djúpa samkennd með fuglum og smádýrum sem skáldið persónugerir á snilldarlegan hátt. Bragsnilld Jóhannesar er óumdeild og næmni hans í lýsingum á fólki, dýrum og náttúru er djúp og sönn.

 ÍSLENSKA FERÐASUMARIР

Íslendingar hafa ákveðið að njóta töfra fósturjarðarinnar
í sumar og haust og jafnvel lengur.

Margt er í boði í öllum landshlutum og ekki síst hér á Suðurlandi. Hér er að finna marga og ólíka valkosti 
og því úr mörgu að velja.

 

Við í Bakkastofu bjóða upp á Fuglatónleika, bæði
á heimavellinum okkar á Eyrarbakka og miklu víðar.

Okkur finnst  tilhlýðilegt að þjóðleg skemmtun með
jákvæðan boðskap fyrir breiðan aldurshóp sé í boði
og vonumst til að hitta fjölskyldur, vinahópa
annað gott fólk sem ann náttúru Íslands
og hinum fjölbreyttu fuglum himinsins.

Fjölskylduheimsóknir

Við tökum ósjaldan á móti fjölskyldum sem vilja eiga góða samverustund á heimili, þar sem allir geta notið sín og
enginn þarf að hafa áhyggjur af veitingum og þrifum.

Við Bakkastofubúar kunnum orðið að lesa í aðstæður 
og koma með innlegg í "selskapinn" þegar við á.

IMG_8155.jpg

VIÐ ELSKUM AÐ TAKA Á MÓTI FÓLKI !

Áttu þér áhugamál?

Við tökum ósjaldan á móti hópum sem deila áhugamáli;
leshópum, hannyrðahópum, kórum og í stuttu máli
allskonar fólki sem sameinast um ýmislegt.

Slíkar heimsóknir eru einstaklega skemmtilegar
og gjarnan bryddað upp á ótrúlegustu hlutum,
jafnt til fróðleiks og skemmtunar.

SUMARIÐ ER Á NÆSTA LEITI
Á sumrin skiptir íslenska þjóðin
um takt. Árstíðabundnar samkomur
leita í sinn farveg með tilheyrandi stemmningu og áherslum.
 
Við í Bakkastofu þykjum býsna glúrin
þegar kemur að móttöku góðra gesta - hvort sem um ræðir stóra eða smá hópa       

Bakkastofa - Eyrargata 32, Eyrarbakki 820, Iceland

bakkastofa@gmail.com / sagamusica@gmail.com

tel: +354 821 2426 / 821 2428 / 561 2429