Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Vigdís Vala
Vigdís Vala er bæði laga og textasmiður en hún byrjaði að semja ljóð og skrifa strax í æsku.
Á menntskólaárunum var hún rúmliggjandi í tæp þrjú ár og þá bættust lagasmíð við texta- og ljóðagerð hennar.
Þegar hún var 18 ára og bataferlið hafið, kom hún fram á sextugs afmælistónleikum föður síns í Eldborgarsal Hörpu.
Í afmælisgjöf flutti hún honum eigið frumsamið lag og texta sem hún færði sem ber nafnið Hýjalín.
Á unglingsárunum stofnaði hún eigin hljómsveit og fékk til liðs við sig einvalalið tónlistar fólks.
Við upphaf náms í sálarfræði við Háskóla hvíldi tónlistina í nokkur ár með tveimur undantekningum. Þegar hún söng inn á Fuglakantötu disk Valgeiri og þá hélt hún á tímabilinu líka hreinræktaða Stuðmannatónleika á Gauknum ásamt tónlistarvinum frá fyrri tíð.
Sumarið 2018 hófu þau feðgin að vinna saman í tónlistarflutningi, bæði fyrir Íslendinga og enskumælandi gesti.
Nú er hin 25 ára Vigdís Vala komin á annað ár í doktorsnámi sínu í taugavísindum við HÍ og í samstarfi við Össur, en tvinnar nú tónlistina saman við námið.
Haustið 2018 hóf hún að halda tónleika á Geira Smart Restaurant/ Canopy hotel á svo kölluðum „ hamingjustundum“ sem haldnar eru síðdegis fyrir kvöldverð.
Með henni leika þeir Borgþór Jónsson á bassa, tónlistarvinur frá fyrri tíð og Magnús Oddsson rannsóknar verkfræðingur hjá Össuri.
Í gegnum Bakkastofu býður Vigdís Vala býður jafnt upp á tónstundir með sinni litlu hljómsveit sbr hér að ofan sem og með föður sínum Valgeiri Guðjónssyni.
Upplýsingar bakkastofa@gmail.com og í síma 821-2428
Feðginin Valgeir og Vigdís Vala flytja saman þekkt lög og minna þekkt lög úr tón- og textasmiðjum sínum.
Lög og umfjöllunarefnin spanna breiðan boga, þar sem blandast saman andakt, æðruleysi og glaðværð.
Verk Valgeirs spanna víðan völl og hafa hljómað í eyrum þjóðarinnar í 48 ár og rúmlega þremur mánuðum betur um þessar mundir. Vigdís Vala sem er 25 ára gömul hefur auðheyranlega erft tónlistar gen föður síns og þau feðgin flétta gjarnan lög hennar inn í dagskrárnar.
Samhliða doktorsnámi sínu í taugasálfræði stundar hún tónsmíðar og textagerð og kemur fram ýmist ein og sér eða með föður sínu eða öðru listafólki.
Þá flytur Vigdís Vala gjarnan Sagamusica dagskrána með föður sínum fyrir enskumælandi gesti.