top of page
Veitingar á Eyrarbakkabrúnni

Matur er mannsins meginn. Eyrarbakki er hluti eins gjöfulasta matvælahéraðs landsins og hér má njóta gómsætra veitinga úr sjó og sveit á tveimur eðal veitingastöðum; Rauða húsinu í hjarta gamla þorpsins og Hafinu bláa, við Óseyrarbrúarsporðinn, þar sem útsýni yfir haf og land er einstætt.

Gestir Eyrarbakkabrúarinnar og Bakkastofu þurfa því ekki að kvíða hungri og vosbúð. Ekki spillir heldur gleðinni að hópar á Eyrarbakkabrúnni njóta bestu kjara á veitingahúsunum tveimur.

Bakkastofa - Eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page