top of page

Strandlengja Flóans, hin svokallaða Flóarívíera, er kjörlendi fyrir útivistarunnendur sem þrífast víðar en í mishæðóttu landslagi. Fuglalíf er ríkulegt og fjölbreytt og gönguleiðir greiðar fyrir fæti. Náttúra sveitarinnatr og nálægðin við hafið og fjörurnar er eilíf uppspretta hressandi upplifanna og glöggskyggnir ljósmyndarar finna myndefni á hverju strái. Hér er kjörlendi fyrir hestamenn og kajakræðara, sem bregður einatt fyrir sjónir á ferðum sínum.

Útivist á Eyrarbakka og nágrenni

Þegar jöklar hörfuðu í lok ísaldar flæddi sjór inn yfir láglendi Flóans. Sjór, jöklar og vatnsföll skildu eftir sig sjávarleir, jökulruðning og malardyngjur þar sem landið er lægst. Syðsti hluti svæðisins, sem næst liggur hafi er líka þakinn hrauninu, en þar er það víðast hulið þykkum jarðvegi sem síðan hefur myndast.

Í Suður-Flóa eru nú víða tugir metra af jarðvegi ofan á hrauninu , auk þess sem flatt landslagið veldur hárri stöðu grunnvatns og myndun víðáttumikilla mýra og tjarna. Samspil vatns og gróðurlendis er einatt ægifagurt og setur sterkan svip á ásýnd landsins.

bottom of page