top of page
Þögnin og höfundur hennar

Bókin hennar Ástu Kristrúnar kom út í lok nóvember og tók flugið fagurlega.

Ummæli og viðbrögð hafa sýnt að Ásta rataði réttan veg í skrifum sínum þar sem hún tengdi sögur formæðra og feðra sinna við sögu lands og þjóðar.

 

Uppvöxtur hennar er grunnefniviður bókarinnar þar sem hún ólst upp í sveit við kjörhitastig fyrir innlifun í frásagnir foreldra hennar um fólkið sem lagði grunninn að lífi hennar og fjölskyldunnar.

Höfundur við verk föðurömmu sinnar,
einnar höfuðpersónu bókarinnar "Það sem dvelur í þögninni".

IMG_8621-1 copy-s.jpg

Í ættarskáldsögu sinni segir Ásta Kristrún sögu formæðra sinna. Hún fylgir þeim vítt og breitt um landið og fléttar bönd inn í sögurnar á sinn myndræna hátt. 

Fólkið sem fjallað er um var virkt í stjórnmála- og menningarsögu 19. aldarinnar og fram á þá tuttugustu. En í ástar- og  hugsjónabaráttu stígur lífið einatt flókinn dans.

 

Á grunni frásagna foreldra sinna vinnur Ásta Kristrún stóra sögu sem hún ólst upp við frá unga aldri. Dramatískar sögur dvelja margar í þögninni, því sársaukinn sem mörgum þeirra fylgir hefur verið of erfiður til að horfast í augu við hann. Með þessari bók leggur höfundur sitt af mörkum til að draga sögu ættliðanna úr þagnarhyl aldanna

 

Frá unga aldri var Ásta Kristrún alin upp við sagnabrunn foreldra sinna. Í þessari ættarskáldsögu nýtir hún sögurnar sem hún ólst upp við sem grunn og fylgir mögnuðu lífshlaupi formæðra sinna. 
Sögusviðið er vítt: Húnavatnssýsla, Skagafjörður, Aðaldalur og Mývatnssveit, Hólmar í Reyðafirði, Raufarhöfn, Oddi á Rangárvöllum og Eyrarbakki, Bessastaðir, Reykjavík, Vestfirðir og Snæfellsnes og utanlands Danmörk, Svíþjóð og Ameríka. Fólkið sem fjallað er um var virkt í stjórnmála- og menningarsögu 19. aldarinnar og fram á þá tuttugustu.

 

En í ástar- og  hugsjónabaráttu stígur lífið einatt flókinn dans.

 

Dramatískar sögur dvelja margar í þögninni, því sársaukinn sem mörgum þeirra fylgir hefur verið of erfiður til að horfast í augu við. Með bók sinni leggur höfundur sitt af mörkum til að draga sögu ættliðanna úr þagnarhyl aldanna.

bottom of page