top of page

Tónlist, saga og náttúra - Sumarnámskeið fyrir börn


 

Umsjón: Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi

 

Tónlist - Saga og Náttúra - skapandi 5 daga sumarnámskeið  fyrir  6 - 12 ára börn.


Þátttakendur mæta á sunnudagskvöldi og kveðja síðla föstudags.

Hámarksfjöldi  nemenda er 12.
Verð kr 32 þúsund, gisting og fæði eru innifalin.

 

Rík áhersla er lögð á hlý mannleg samskipti og byrjað er með stuttri kvöldvöku þar sem þátttakendur kynna sig. Vonast er til að forsjáraðilar geti fylgt börnum sínum á staðinn og séu viðstaddir kynningarhluta kvöldvökunnar. Forsjáraðilar geta þá kynnt sér aðstæður og staðhætti námskeiðsins.
 

Þemun sem námskeiðið byggir á eru tónlistarsmiðja, útivist, náttúra, safnaheimsóknir, sagnavökur samskipti og tjáning.

 

Lögð er áhersla á að virkja þátttakendur í að vinna með upplifanir sínar og reynslu frá degi til dags. Kvöldvökur og morgunsamvera verða nýttar til umræðna og vangaveltna um það sem á daginn hefur drifið .

 

Þátttakendur fá að velja sér höfuðþema og fá þá að einbeita sér að því í tvo hálfa daga af þeim fimm sem námskeiðið stendur yfir.

Dagsetningar


Skáletur segir til um að biðlistar eru í þeim vikum
 

1     11 - 16  júní
2:    
21 - 26.  júní

3.    28 -   3  júlí
4.      
5 -  10. júlí

5.    19 -  24 júlí
6.     26 - 31  júlí
7.      2 -   7 ágúst

8.      9. - 14 ágúst

bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429

bottom of page