Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Söngvar og sagnir á Eyrarbakka eða þar sem verkast vill...
Söngvaskáldið
Það hefur verið sagt að þorri Íslendinga og flest greindari húsdýr geri sér grein fyrir tilvist Valgeirs Guðjónssonar, tónlistar hans og texta. Hann hefur farið víða í sköpun sinni og þykir nokkuð glúrinn við að velja lög við hæfi áheyrenda sinna hverju sinni.
Sem einn helsti brúarvörður Eyrabakkabrúarinnar er Valgeir jafnan reiðubúinn að leyfa gestum að njóta verka sinna. Hann stígur á stokk í Bakkastofu, Rauða húsinu eða í Saga Music Hall eftir atvikum og leggur land undir fót ef svo er um beðið.
Efnisskráin spannar víðan völl verka Valgeirs, meðal annars þau sem deila bókstafnum S sem kennimerki: Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum, Saga Music og svonefndum sólóferli listamannsins. Tónskáldið kynnir sjálft eigin verk.
Sagnakonan
Bakkastofa - Eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429
Húsfreyjan í Bakkastofu, Ásta Kristrún, rekur föðurætt sína í "Húsið" í fimmta ættlið frá sómahjónunum Guðmundi Thorgrímssen og Sylvíu Níelsdóttur sem unnu fjölmörg góð og þörf verk á Eyrarbakka, svo í minnum er haft. Frá þeim hefur stór ætt vaxið og frænku- og frændgarðurinn lagt gjörva hönd á margt.
Sögur af þessu fólki hafa varðveist í ættinni, frá kynslóð til kynslóðar.
Ásta Kristrún ólst upp við þessar sögur og hefur yndi af að miðla þeim áfram, því þær eru gjarnan stórar og dramatískar í sniðum og bregða birtu á liðna tíma sem margt má læra af.