top of page

Myndir

Tónlist

undir_jökli.jpg
SAGA MUSICA

Saga Musica er tónlistarvaka með lögum og textum Valgeir. Hvert lag segir hrífandi sögu sem saman mynda eina heild. Þær gerast allar á landnámsöld og hafa beina skírskotun í Íslendingasögurnar. Gestir fá innsýn í aðstæður og hugarfar landnámsaldar , svaðilfarir, siglingar og og hugarheim fólksins sem nam nýtt land. Hugmyndin hverfist um það að kynna þjóðararf sagnanna fyrir erlendum gestum, á aðgengilegan hátt.

Saga Music var ekki til á einni nóttu og teygir sig allt aftur í bernsku Valgeirs þegar sem hann dvaldi heil fimm sumrin á Galtarvita vestan við Ísafjarðardjúp. Í húsi vitavarðarfjölskyldunnar sem var fullt af bókum fékk hugurinn reika. Þegar fram liðu stundir opnaði Jón Böðvarsson honum og öðrum MH-ingum dyrnar að Íslendingasögunum

 

20 áum síðar sigldi Valgeir svo á GAIA, 30 metra víkingaskipi, nákvæmri endursmíð Gaukstaðarskipsins norska frá níundu öld. Á átta dögum var siglt frá Bergen til Kirkwall á Orkneyjum þar sem sem mikið óveður kom við sögu.

 

Nokkrum árunm síðar var Valgeir síðan kominn með annan fótinn til Washington DC þar sem hann vann að tónsmíðum fyrir  sjónvarpsþætti  sem sýndir voru á Dicovery Channel og Public Broadcasting Service. Þar kom að Valgeir hafði forgöngu um PBS heimildamynd um landafundi Íslendinga í vestrri. 

 

Við tóku tökuferðir til Grænlands og Nýfundnalands  úttekt á svæðum landnema bæði á Nýfundnalandi þar sem söguslóðir voru skoðaðar og festar á mynd.

Enn heldur tengingin við Íslandingasögur og landafundi áfram  að veita Valgeiri norrænan innblástur.  Búseta á Eyrarbakka hefur veitt honum innblástur um leitarför Bjarna Herjólfssonar að föður sínum brottfluttum, til Grænlands.

 

Sú för hófst í nágrenni við Eyrbakka þar sem siglt var úr Ölfusárós. Skip Bjarna hrakti af leið í óveðri og bar loks að ókunnri, skógi vaxinni strönd. Þar vantaði hinsvegar jökla sem Bjarna var kunnugt um að fyndust hvarvetna á Grænlandi. Hann kaus því að snúa skipi sínu á stjórnborða og sigldi fram á fleiri lönd áður en hann honum varð ljóst að hann sigldi ranga stefnu.
Aftur var stjórnborðsstefnan fyr valin og Bjarni fann föður sinn um síðir, þar sem hét að Herjólfsnesi, við mynni Eiríksfjarðar.

 

Öllum þessu hefur Valgeir fylgt eftir í áraraðar með botnlausum áhuga og lestri Íslendingasagna og goðafræð. Því er varla furða þó slík yrkisefni leiti á manninn.

bottom of page