top of page
SÖNGBÓK VALGEIRS GUÐJÓNSSONAR

Lög og textar Valgeirs hafa snert og hrært ýmsa strengi  Íslendinga í bráðum 50 ár. Verk hans hafa hljómað á marg-víslegum vettvangi - á tónleikum, dansleikjum, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum, í heimahúsum, skólum, kirkjum, innan- og utanlands og svo mætti áfram telja.

VG er kunnur af góðu skopskyni sínu og afslappaðri framkomu þegar hann flytur lög sín og texta. Hann kann að lesa áheyrendur sína og það er einatt glatt á hjalla þegar hann flytur smelli sína og skelli.

Síðustu árin hefur maðurinn haldið fjölda lítilla tónleika á heimili sínu á Eyrarbakka, þar sem nándin og afslappað andrúmsloftið fá að njóta sín. Gestir biðja gjarnan um óskalög og allslags skemmtileg skoðanaskipti eiga sér stað.

Tónlistarmaðurinn Valgeir leggur land undir fót sé þess óskað og hann fer gjarnan í alla fjórðunga landsins.

Sé krafta listamannsins óskað er póstfangið 
bakkastofa@gmail.com og sími 821 2428

bottom of page