top of page

„Kveiktu á ljósi“  flutt í Húsinu á Eyrarbakka og nú líka á www.bakkastofa.com í flutningi feðginanna Valgeirs og Vigdísar Völu.

 

Það var björt og falleg stund þegar við Valgeir komum í Húsið, Byggðasafn Árnesinga í ljósaskiptunum í gær þar sem Kór Selfosskirkju var saman kominn. Safnstjórinn Lýður Pálsson sem er meðlimur í þessum mæta kór, bauð söngfélögum sínum til samverustundar og okkur Valgeiri sömuleiðis til söngs og sögustundar.

 

Kórinn hafði nýverið fengið nóturnar af þessu dásamlega lagi sem hann hyggst flytja um komandi hátíð undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Tækifæri gærdagsins var nýtt til flutnings með höfundi sem sló á gítarstrengi og söng með.

 

Deginum áður fór Bakkastofufjölskyldan í Studíó Paradís. Þar tók eigandi hljóðversins, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Messoforte snillingur upp lagið með Valgeiri og Vigdísi Völu með einföldum gítarleik V.G. og nokkrum bassagripum

J.Á..

Nú getið þið gott fólk og kæru vinir farið inn á www.bakkastofa.com og hlustað á útkomuna með lokuð augu. Meðtakið og njótið !

SvaraÁframsend

bottom of page