top of page
Með lækkandi og hækkandi sól
Gömlu jólin.jpg
Eyrargata í snjó.jpg

Á Eyrarbakka er rökkurtíð nýs árs vettvangur gleðskapar - 
sagna, söngva og matar í maga.

 

Á meðan við bíðum vors og blóma er gott að deila notalegum stundum
með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum.

 

Nýja árið skartar Bakkastofudagskrám í anda árstíðarinnar.
Við í Bakkastofu notum eigið eldsneyti og nýtum ekki síst gullnámu
þjóðháttafræðingsins góða Árna Björnssonar sem efnivið og kveikju.

 

Við rifjum upp þjóðhætti og sögur sem sprottnar eru úr myrkri og úrræðum á örbirgðartímum í bland við léttleika með tónlist og kaffi- eða matarborði
í anda seinni hluta vetrar.

Hafið samband til að vita meira.

bottom of page