
Lækjartorg 5
Við getum ekki hugsað okkur betra heimilisfang!
Efsta hæðin sem áður hýsti Gestastofu Hörpunnar þjónar nú nýju hlutverki sem vettvangur iðandi menningar- og mannlífs.
Meginrýmin þrjú búa hvert um sig yfir sínu eigin andrúmslofti og skapa eftirminnilega umgjörð um það sem fram fer hverju sinni. Sjón er sögu ríkari í Gestastofu, Miðgarði með svölunum góðu, eða í hlýum faðmi stofanna þriggja á Sagnaganginum.

nemaforum - lækjartorg 5, 101 reykjavík / - 821 2428 - nemaforum.is