top of page
 Aðventu og nýársdagskrá

Bakkastofa stendur fyrir aðventu- og nýárskrá á komandi mánuðum. Um er að ræða samstarfsverkefni aðila sem eru virkir í menningarstarfi á Eyrarbakka.

Dagskráin er einkum ætluð starfsfólki vinnustaða félagasamtökum og stórfjölskyldum sem vilja njóta góðrar stundar í upptakti jóla og nýs árs í vetrarrómantík Suðurstrandarinnar. 

 

Í anda Eyrarbakka er áherslan lögð á tónlist, sagnahefð með jólaívafi og breytilegum jólamatseðli. 

Lifandi tónlist

 

Lifandi tónlist með Valgeiri Guðjónssyni í fararbroddi en hann fær til liðs við sig gestasöngvara þegar svo ber undir.

Jólasögur

 

Lifandi frásögur með samræðu blæ. Jólasögur og hefðir frá fyrri tímum til nútíðar og hvaðan þær spruttu. Ásta Kristrún og Valgeir Guðjónsson.

Jólasýning í Húsinu

 

Jólarómantík og afturhvarf til fortíðar eru til staðar í hinu merka Byggðasafni Árnesinga, "Húsinu". Jóltréssýning safnsins hefur notið mikillar hylli enda eru trén sem þar eru sýnd meðal þeirra elstu sem varðveist hafa á landinu.

Barnadagskrá

Innihaldsríkar jóladagskrár fyrir barnafjölskyldur eru haldnar á sunnudögum. Þar eru sagðar jólasögur, sungið, dansað og hitað upp fyrir hátíðina. 

Staður - menning

 

Staður er félagsheimili Eyrbekkinga og  verður móttökustöð gesta sem sækja dagskrárnar okkar og þar fara jafnframt fram ýmis dagskráratrði. Uppröðun atriða og umfang eru mótuð í samráði við hópa.

bottom of page