Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Stemmningin er mögnuð í Gamla Frystihúsinu á Eyrarbakka! Algengt er að tengja dagskrárnar við neyslu ljúfengrar súpu og heimabakaðs brauð frá Rauða húsinu, okkar dásamlega veitingastað.
Fámennari hópar njóta þess hins sama í Bakkastofu, handan götunnar.
Samvera í tali og tónum
Sagnakonan
Söngvaskáldið
Húsfreyjan í Bakkastofu, Ásta Kristrún, rekur föðurætt sína í "Húsið" í fimmta ættlið frá sómahjónunum Guðmundi Thorgrímssen og Sylvíu Níelsdóttur.
Þau unnu fjölmörg góð og þörf verk á Eyrarbakka á seinni hluta 19. aldarinnar, svo í minnum er haft. Frá þeim hefur stór ætt vaxið og sögur varðveist í ættinni, frá kynslóð til kynslóðar.
Ásta Kristrún ólst upp við þessar sögur og hefur yndi af að miðla þeim áfram, því þær eru stórar og dramatískar í sniðum og bregða birtu á liðna tíma sem margt má læra af.
Þorri Íslendinga og flest greindari húsdýr geri sér grein fyrir tilvist Valgeirs Guðjónssonar, tónlistar hans og texta. Hann hefur farið víða í sköpun sinni og þykir nokkuð glúrinn við að velja lög við hæfi áheyrenda sinna hverju sinni.
Sem einn helsti brúarvörður Eyrabakkabrúarinnar stígur Valgeir á stokk í Bakkastofu, Rauða húsinu eða í Frystihúsinu eftir atvikum og leggur land undir fót ef um er beðið.
Efnisskráin spannar víðan völl verka Valgeirs, meðal annars þau sem deila bókstafnum S sem kennimerki: Spilverk þjóðanna, Stuðmenn, Saga Music og svokallaður sólóferill listamannsins.