Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Sjóðheit bók afhent Konubókastofu
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir höfundur bókarinnar Það sem dvelur í þögninni afhenti fyrir skömmu Konubókastofu fyrsta eintak ættarskáldsögu sinnar.
Það var við hæfi að Anna Jónsdóttir forstöðukona Konubókastofu tæki við fyrsta eintaki af ættarskáldsögu sem skrifuð er af konu og er um lífshlaup merkra kvenna sem dvalið hafa í þögninni. Anna tók við svo til sjóðheitri bókinni og fékk höfundinn til að skrifa vel valin orð við það tækifæri.
Í Konubókastofu ríkir kyrrð og andakt sem kyndir undir þörfina til að skyggnast inn í þær ótal kiljur kvenna sem fylla hillur hvert sem litið er.
Ættarskáldsaga Ástu Kristrúnar nær rúm tvö hundruð ár aftur í tímann þar sem Ásta fléttar inn reynslu sína og minni frá bernskuárunum, en bókin spannar sögur átta formæðra hennar. Í gegnum sögurnar ferðast lesandinn um langan veg aftur til þess tíma sem okkar fátæka þjóð setti frelsisbaráttuna í forgrunn og alveg fram til dagsins í dag.
Eyrarbakki og Húsið er eitt meginsögusviða bókarinnar.
Þótt konurnar hennar Ástu Kristrúnar hafi ekki komist á spjöld sögunnar vegna þátttöku sinnar í baráttunni fyrir betra lífi þjóðinni til handa voru þær ekki síður virkar en þeir mætu menn sem þær bundust.
Við lestur bókarinnar má greina að stórbrotnum hugsunum og baráttu fyrir betra lífi fylgja oftar en ekki fórnir þótt missárar séu. Ástu fannst tími til kominn að draga fram í dagsljósið bæði greind og þor formæðra sinna sem svo alltof lengi hafa legið í þagnarhyl aldanna.
Ásta segir að það hafi ekki verið létt að lenda frásagnarleið sem spannar svo breitt tímabil, en fyrstu kaflarnir eru skrifaðir í anda liðinnar tíðar og þar með ekki eins hraðlesnir og þeir sem á eftir koma þegar lesandinn færist nær nútímanum. Hún segir að lokum vonast til að þessi flétta bernskuminninga hennar og sögurnar sem hún spinnur út frá þeim eigi eftir að gleðja og gera lesendum gott.