top of page
Í góðu veðri á Grundarfirði - Valgeir G og Vigdís Vala
00:00 / 00:00

Í góðu veðri á grundarfirði

 

í góðu veðri á grundarfirði

gæði lífsins nokkurs virði

árnar stefna fram á fjörðinn

fagnar mannlífinu jörðin

 

 

breiðafjöðurinn svo breiður

bjástra fuglar við sín hreiður

ládautt en lítilsháttar vindur

langt í fjarska sé ég kindur

 

 

í dag sér enginn leiðast lætur
lífið fer eldsnemma á fætur

kirkjufell með kambinn háa

kyssir sjávarflötinn bláa

 

 

á grónum lækjarbakka ligg ég

litfríð ýlustráin tygg ég

eyjar undan landi lóna

og landið sólargeislar bóna

 

Lag og texti: Valgeir Guðjónsson

kirkjufell_03.JPG
bottom of page