top of page

"Það sem dvelur í þögninni" og hinn íslenski heimilisiðnaður

 

Hljóðbók unnin á Eyrarbakka

 

Árið hefur liðið alltof fljótt en dagskráin okkar "Leyniþráðurinn" þar sem við miðlum efni bókarinnar og tengjum við söng og spil, hefur sýnt að þörf er á hljóðbók fyrir almenning. Miklu fleiri en ég áttaði mig á kjósa að nota hljóðbókarlausn við handverksvinnu, í langferðum og þegar beðið er í vinnu á milli starfslota.

Við Bakkastofuhjónin fengum leyfi til að taka verkið í okkar hendur og gefa hljóðbókina út á eigin vegum. Húsfrúin les nú af kappi og bóndinn stýrir upptökum og syngur svo inn nokkur kvæðanna í bókinni.

Íslenskur heimilisiðnaður eins og hann gerist bestur. "Studiamus" litla nýsköpunarfyrirtækið gefur svo hljóðbókina út.

 

Upplýsingar bakkastofa@gmail.com

bottom of page