top of page
Jólin, Grýla og það sem henni fylgir...

Jól hafa löngum verið ljós í svartasta skammdegi norðurslóða. Hinum myrku vetrardægrum fylgdi einatt doði og slen.

 

Stutt var í hjátrú og hræðslu fólks sem var stöðugt minnt á tilvist dularfullra og ógnandi kynjavera sem enginn vildi mæta.

plattasveinar.jpg

Á Íslandi hafa jól hafa verið haldin hátíðleg allt frá landnámi, nálægt vetrarsólstöðum þegar sólin setti stefnu sína 
hærra á himinhvelið með bjartari tíð í vændum.

 

Sögurnar segja frá miklum veislum höfðingja sem spörðu hvorki mat né munngát. Minna fer fyrir jólahaldi smælingjanna á miðöldum og víst er að það hafi einatt reynst efnaminna fólki þungt í skauti. 

Aldir liðu og breytingar í íslensku þjóðlífi voru hægar og strjálar, jólahald þar með talið.  Kynjaverur jóla og áramóta kviknuðu til skammlífrar eða langvinnar tilvistar í hugum hinna hjátrúarfullu Íslendinga.

Skilti_Grýla.jpg
grýla_05.jfif

Hinn nafntogaða Grýla ber þar höfuð og herðar yfir önnur óhræsi.
Hennar er getið í Snorra Eddu og í Íslandingasögu Sturlu Þórðarsonar
þar sem alþekkt vísubrot vitnar um:

 

Hér fer Grýla
í garð ofan
og hefur á sér 
hala fimmtán.

 

Grýla var þó ekki spyrt við jólin fyrr en á ofanverðri 16. öld, samanber:
 

Grýla reið í garð ofan
hafði hala fimmtán
en í hvorum hala hundrað belgi
en í belg hvoum börn tuttugu.


Presti í Skagafirði reiknaðist svo til að flagðið drægi á eftir sér 30 þúsund börn.

 

 

Grýla gengdi þannig stóru hlutverki þegar kom að uppeldi barna. Hún var kennd við þrjá þursa og er Leppalúði þeirra þekktastur. Þau eignuðust kynstur af afkvæmum og þekktust þeirra voru og eru jólasveinarnir.

Þeir lögðust á plóginn með móður sinni og var óspart vitnað til þeirra
ef börn voru erfið í taumi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

Það var ekki fyrr en á 19. öldinni að orðspor hinna alræmdu sveina tók að mildast. Fjöldi þeirra var löngum á reiki, ýmist einn og átta eða þrettán.
Heimildir segja frá 18 sveinum í Biskupstungum á öðrum tug síðustu aldar.

 

Árni Björnsson þjóðháttafræðimaðurinn alkunni birtir í bók sinn Sögu daganna hvorki fleiri né færri en 77 þekkt nöfn jólasveina og meyja.

Mörg þessara nafna eru afar fróðleg aflestrar og kalla á ítrasta kraft ímyndunaraflsins til að kryfja þau til mergjar.

 

Árni hefur tjáð okkur Bakkastofubúum, sem erum sérdeilis áhugasöm um gömlu sveinkana, að enn í dag séu ný nöfn jólasveina að skjóta upp kollinum.

Því sér ekki enn fyrir endann á genamengi  þeirra Grýlu og Leppalúða og nú er hluti fjölskyldunnar hangandi á 20 sérvöldum ljósastaurum hér á Eyrarbakka.

 

jólin_koma.jfif
Reykjasvelgur.JPG
Baggalútur.JPG
Þvengjasleikir.JPG
Lútur.JPG
Gýla_01.jfif

NOKKRIR GAMLIR SVEINAR OG EIN SYSTIR MEÐ

 

1.    Baggalútur                  Snæfjallaströnd
 

2.    Grýla                             Árneshreppur á Ströndum
 

3.     Leppalúði

 

4.    Flotsokka                     Dýrafjörður

 

5.    Flórsleikir                     Mývatnssveit

 

6.    Hlöðustrangi               Mývatnssveit

 

7.    Svellabrjótur               Undir Eyjafjöllum

 

8.    Kleinusníkir                 Vopnafjörður / Dalasýsla 

 

9.    Lútur                           Fljót í Skagafirði 

 

10.  Tútur                           Steingrímsfjörður    Lítill og feitur

 

11.  Þambarskelfir             Vopnafjörður / Eyjafjörður

 

12.  Þvengjasleikir

 

13.   Skyrjarmur

 

14.   Tífall                            Steingrímsfjörður

 

15.   Reykjasvelgur             Barðastrandarsýsla

 

16.   Flotgleypir                   Staðarsveit á Snæfellsnesi

 

17.   Faldafeykir                   Myrká í Hörgárdal

 

18.   Lungnaslettir              Mývatnssveit
 

19.   Bjálminn
 

20.   Kattarvali                    Kom úr hafinu / Austfirðir

bjúgnakrækir.jfif
bottom of page