top of page

Valgeir Guðjónsson tónlistar-maður og Ásta Kristrún Ragnars-dóttir námsráðgjafi og staðar-haldari eru gestgjafar Bakkastofu.

 

Þau hafa um árabil getið sér gott orð á sviði menningar og mennta og búa og starfa í tæplega 100 ára gamla verslunarhúsi sem stendur við aðalgötu þorpsins.

 

Ásta Kristrún og Valgeir tvinna með einstökum hætti saman heimili og vettvang fyrir persónu-legar dagskrár og námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Sjá dagskrár...

Litla tónlistarhornið
 

Mynd til Láru - Vigdís Vala og Valgeir G. 

Súpa, söngur, sögur, göngur...

 

Valgeir og Ásta Kristrún taka á móti hóflega stórum hópum sem vilja gera vel við sig og sína og njóta samveru í fallegu, sögulegu og frísklegu umhverfi Eyrarbakka.

 

Samvera, sögur og gönguferðir fá fólk til að stokka upp í sál og líkama á innihaldsríkum og glað-værum nótum.
 

Heimsóknirnar eru allt frá innliti til dvalar frá eftir-miðdegi til eftirmiðdags og Bakkastofa sér fyrir allri aðstöðu.

 

Tilboð eru gerð fyrir hvern hóp miðað samsetingu dagskrár og viðurgjörning.

Menningar- og veitingakjarninn á Eyrarbakka býður nú landsmönnum upp á aðventu- og nýársdagskrá í anda gamla tímans. Umgjörð og staðhættir í þessu einstaka sögulega þorpi eru kjörin til að endurvekja gamla jólastemmningu sem val og mótvægi við aðra kosti í jólahlaðborðsmenningu, sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árartugum.

 

Jólasögur og tónlist í Eyrarbakkakirkju eru upptaktur að hátíðarmáltíð í Rauða Húsinu. Jólamatseðillinn tekur mið af íslenskum jólasiðum á 20. öldinni þegar jólalambið og hangkjötið voru þungamiðjan. Þótt gamli tíminn hafi ekki einkennst af bauna- og grænmetissteikum, þá verða þær samt hluti af hátíðarmatseðlinum á Eyrarbakka.

 

Dönsku eplakökurnar sem fóru fyrst á borð Íslendinga í “ Húsinu” á Eyrarbakka, Eggja- og rjóma búðingar, möndlugrautur með vinningum, súkkulaði með þeyttum rjóma, randalínur og smákökur það eru “Gömlu Jólin” okkar á Eyrarbakka.

 

Og leynvopnið á matseðlinum er Svikin skjaldbaka, uppáhaldskrás frá 19. öldinni!

bottom of page