


Valgeir Guðjónsson


HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein

HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein


Hljóðbók
Bakkastofa


Næring sem gleður og fræðir
Jólamatseðillinn tekur mið af íslenskum jólasiðum á 20. öldinni þegar jólalambið og hangkjötið voru þungamiðjan.
Þótt gamli tíminn hafi ekki einkennst af bauna- og grænmetissteikum, þá verða þær samt hluti af hátíðarmatseðlinum á Eyrarbakka.
Dönsku eplakökurnar sem fóru fyrst á borð Íslendinga í „Húsinu” á Eyrarbakka, eggja- og rjómabúðingar, möndlugrautur með vinningum, súkkulaði með þeyttum rjóma, randalínur og smákökur það eru „Gömlu Jólin” okkar á Eyrarbakka..
Margir muna tilfinninguna sem aðdragandi jólanna framkallaði í „gamla daga“ og kveikti ljós í hjörtum og hugum barna á öllum aldri.
Menningar- og veitingakjarninn á Eyrarbakka býður nú landsmönnum upp á aðventu- og nýársdagskrá í anda þessarar gömlu tíðar.
Umgjörð og staðhættir í þessu einstaka sögulega þorpi eru kjörin til að endurvekja gamla jólastemningu sem val og mótvægi við aðra kosti í jólahlaðborðsmenningu, sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árartugum.
Jólasögur og tónlist í Eyrarbakkakirkju eru upptaktur að hátíðarmáltíð í Rauða Húsinu.
Eyrbekkingar taka höndum saman um gamla siði
Fagur sveigur hefur verið myndaður af Eyrbekkingum sem kunna að taka vel á móti gestum og taka nú höndum saman um þessa dagskrá ljóss og friðar:
Eyrarbakkakirkja, „Húsið“ Byggðasafn Árnesinga, þar sem jólaandinn býr í hverri fjöl, Rauða húsið, sem kynnir til sögunnar rétti frá blómaskeiði „Hússins“ sem var þekkt fyrir yfirburða eldamennsku á 19. öldinni og Staður verður móttökustöð þar sem gestir safnast saman í upphafi dagskráa.
Þá stendur innlit í Bakkastofu sem lagði grunninn að þessari nýjung til boða þeim sem hafa áhuga á að upplifa heimili sem tengir saman nútíð og fortíð.
Snemmbær aðventuinnblástur
Dagskrárnar hefjast síðla í október og eru tilvalinn kostur fyrir fjölskyldur, vinnustaði og hverskyns samsetningar góðs fólks. Sérstakar barna- og fjölskyldudagskrár verða á sunnudögum og öðrum dögum samkvæmt óskum.
Þegar vel er bókað bætast ungar söngkonur úr Hveragerði í hópinn, þær Þórunn Antonía og Ágústa Eva sem skipatst á, Valgeiri Guðjónssyni og öllum hinum börnunum án efa til mikillar gleði.
Sjá nánar á www.bakkastofa.is en stofan sér um upplýsingamiðlun og bókanir.
bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429