top of page
Umsagnir lesenda

Lesendur bókarinnar hennar Ástu Kristrúnar "Það sem dvelur í þögninni" hafa verið ósparir á  deila viðbrögðum sínum með höfundi.

Það er ljóst orðið að efni bókarinnar hefur höfða sterkt til margra og ólíkra viðtakenda á öllum aldri. Margir þeirra hafa  fært reynslu sína í orð og sent Ástu. Hér að neðan fylgir hluta þessara skilaboða og umsagna, til fróðleiks,
án þess að sendanda sé getið.

Myndirnar tók Zsuzsa Darab í útgáfuteiti bókarinnar, sem haldið var í Iðnaðarmannafélagshúsinu á horni Lækjagötu og Vonarstrætis.
Þar fæddist faðir höfundar, Ragnar Tómas Árnason, rétt rúmum hundrað árum áður en bókin leit dagsins ljós.

Frá lesendum "Þagnarinnar"

Nú er ég hálfnuð með bókina þína og get hreinlega ekki lagt hana frá mér, svo vel skrifuð er hún og uppfræðandi um formæður okkar og -feður. 

Til hamingju, þetta er hreinn fjársóður fyrir ættina.
Ég hef lengi verið stolt af nafninu mínu en nú er ég enn hreyknari!
---

Ég var að ljúka við bókina rétt í þessu og hef sjaldan eða aldrei verið jafn snortin eftir lestur neinnar bókar. Mikið var hún listilega skrifuð og af virðingu við konur, menn og málefni.
Litla skáldkonan Kristrún frá Jörva má vera hreykin af sér núna! Að eiga svo vel skráða sögu kvenna sem maður er skírður í höfuðið á (en hitti aldrei í mínu tilfelli) er ekkert nema dýrmætur fjársjóður. Allar þessar sögur hafa verið að bíða eftir að vera svona vel sagðar. Takk fyrir að loka hringnum og dusta rykið af því sem dvalið hefur í þögninni.

---

Honored and touched to have received this book from and by cousin Ásta Kristrún in the post yesterday. As I held it in my hands, I wondered how long it has been since one member of the Thorgrimsen family in Iceland has mailed something to another Thorgrimsen family member in the US ...? Social media has rapidly brought us into contact but it cannot replace the delight of receiving something in the mail.

Takk kærlega elsku frænka Ásta, this book will forever hold a special place in my collection. ❤️❤️

Kæra frænka Ásta Kristrún; ég var að ljúka við lestur á bókinni þinni “Það sem dvelur í þögninni” Bókin er mjög hlýlega og vel skrifuð og færir líf merkra kvenna út í gegnum blöð rósarinnar. Mér finnst yndislegt hvernig þú tengir þínar eigin minningar við sögu þessa fólks. Fyrir mig er það ómetanlegt hvernig þú sviptir hulunni af mörgu sem ég vissi ekki um sögu forfeðra okkar og formæðra.

Sæl Ásta, ég heiti ...
Mig langaði bara að senda þér þakkir fyrir bókina þína um formæður- og feður þína. Mér fannst bókin sérstaklega áhugaverð og skemmtileg yfirlestrar. Snart mig mjög. Bestu þakkir.

 

Slysið sem Árni Benediktsson lenti i Selardal, sjóslysið mikla. Guðmundur Egilsson langalangaafi minn var einn af þeim sem lést i þvi slysi. Langaamma min var þá ófrísk af tviburum og annar þeirra var afi minn Guðmundur Guðmundsson frá Innstu Tungu i Tálknafirði.

Thank you dear cousin for the gift of your book. I wish I could read it but just having it and seeing the photos, your family tree, and recognizing “Grand Forks” “Uncle Hans” and “Dora Margrethe” in the later chapters fills my heart.
It goes without saying that I hope someday it will be translated into English ... maybe a Karolina Fund project?
Thank you again and greetings to you and yours from across the sea.

😊 Ég er enn að njóta bókarinnar þó að lestrinum sé löngu lokið.

---

Er langt kominn með bókina og hún er alveg dásamleg.

Ásta mín, þetta er dásamleg bók, ég er langt komin með hana og nýt hverrar blaðsíðu. Fallegt málfar og frásagnarstíllinn frábær, söguþráðurinn mjög heillandi, áhugaverður og verulega fróðlegur.

---

Bara að segja þér að ég fékk bókina þína í hendur fyrir stuttu og vil óska þér innilega til hamingju með verkið. 

----

 

Ég hafði mikla ánægju af lestrinum. Bókin er einstaklega fróðleg, vönduð, vel saman sett og ekki síst vel skrifuð að mínu mati.  Gerði svo sem ráð fyrir að þú værir lipur penni, en fljúgandi fallegur textinn kom mér ánægjulega á óvart.

Á jólanótt greip hann strax bók þína og lá yfir henni alla nóttina - yfirkominn af dramatískum trega, hugfanginn.

Þetta kvennagallerí þitt er sannarlega tilkomumikið - allar þessar Ástur og Kristrúnar. 

Aldarfarslýsing - já. Það eru engin smámenni, sem koma við sögu (en eru samt í aukahlutverkum). Sjálfur Jón forseti, Baldvin Einarsson, Grímur Thomsen (skemmtilega venslaður sjálfum Ibsen), Matti Joch., Gautlandaættin og Haraldur Níelsson (sem amma Margrét hafði innrammaðan á vegg hjá sér sem velgjörðarmann, ásamt Ólafi Friðrikssyni). 

En þetta er feminisk saga, þar sem (veiklundaðir) karlar eru í aukahlutverkum. Þú gerir þetta aðdáanlega vel. 

Við dáumst að því, hvað þú ferð mildum höndum um heitrofana. 

Hvaða stórskáld sem er, væri fullsæmt af frásögn þinni af því, þegar Kristrún, amma þín, mjólkar sjálfa sig til að bjarga lífi barns sjúkrar móður -  þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt. Tolstoj, Dostojevsky og þeir kumpánar hefðu varla getað gert þetta betur. 

Minnið um sjóskaðann á Arnarfirði sem drifkraftur í björgunarafreki Árna í fellibylnum á Nýja Englandi, er listilega tengt.

Og svo tónlistin. Tvær af þessum konum stunda tónlistarnám í útlöndum. Það segir meira en mörg orð um menningararfinn í þinni fjölskyldu.

Kæra Ásta, var að ljúka við bókina þína. Hún er dásamleg og vel skrifuð.
Á eftir að leggjast í hana aftur.

---

Kæra Ásta var að klára að lesa þessa frábæru bók þú ert alveg magnaður penni, hún ætti að vera kennslubók í skólum, íslenskan þín er hreint út sagt frábær. Takk fyrir mig.

Sæl Ásta. Var að ljúka við að lesa bókina þína Það sem dvelur í þögninni. Þvílík örlagasaga margra sterkra kvenna. Og svo hefurðu einstaklega gott vald á íslenskunni. Innilega til hamingju með áhugaverða bók. 

Gleðilegt árið mín kæra. Var að klára bókina þína, aldeilis örlaga saga. Mesti drulludelinn í bókinn er nú maðurinn hennar Guðnýjar en Árni er líka frekar óskiljanlegur ... Eitt sem ég velti fyrir mér er sá langi tími sem líður frá því að Kata fer að heiman og þar til hún hefur uppi á móður sinni. Gaf Kristrún upp von að ná sambandi og hætti að leita að henni? Því það er ekki hún sem finnur Kötu heldur öfugt. Hvernig stóð á því? Og annað hvað varð um Ástu Júlíu sem var eftir hjá onkel Hans. Var hún einhvern tímann í sambandi við systkyni sín á Íslandi? Sorglegast í flestum þessara sagna finnst mér ekki brotin ást og svik, þó það sé vont finnst mér verra aðskilnaður móður við barn eða aðskilnaður barn við systkyni sín

Já við heyrumst betur þegar við hittumst næst, núna er ég að einbeita mér að því að komast úr þessu flensuástandi mínu...
 

Bókin gaf mér mjög góða innsýn í fjölskyldusögu Húsins, ég hef lítið sett mig inní líf þessa fólks utan það sem var á Eyrarbakka. Gott innlegg Ásta.

Ég er löngu hætt að trúa á tilviljanir. Þegar ég fer í göngutúr um heimabæinn, Hafnarfjörð, hlusta ég gjarnan á viðtalsþætti. Þættirnir hennar Sillu eru í miklu uppáhaldi, enda gerir hún þetta eins vel og stærsta fyrirmynd mín í fjölmiðlum, faðir hennar.

Einhverra hluta vegna smellti ég á þáttinn þar sem þú ert gestur þegar ég ætlaði að hlusta á annan þátt. Mikið var ég glöð með það.

Ég hlustaði af athygli því viska þín er svo djúp og orðforðinn svo víður og fallegur. Mér finnst ofboðslega fallegt að þú skyldir hafa skrifað þessa bók með þessum djúpa titli og ég hlakka til að lesa hana.

Minningar þeirra sem farnir eru og einni þeira sem kveðja á næstu árum eru mér mikið áhugaefni og afar dýrmætar. Mér fannst svo sterkt sem þú talaðir um varðandi raddir og sögur þeirra sem ekki voru af „fínustu sort“, heldur sauðsvartur almúginn.

Það hafa allir sögu að segja, eins og Jónas heitinn sagði við mig, þegar ég leitaði til hans fyrir 11 árum og langaði að verða fjölmiðlakona.

Í dag er ég tvöfaldur ritstjóri og á sprotafyrirtækið Minningasmiðjuna sem ég stofnaði þegar ég var atvinnulaus tveggja dætra móðir fyrir 5 árum.

Enn og aftur, þakka þér fyrir þig og merk áhugasvið þín. Valgeir þinn talar einnig afskaplega fallegt mál og ég hugsaði í dag: „Vá, ég gæti nú bara setið og hlustað á þessi hjón sólarhringum saman.“ 

Sael Asta. Mamma (Magga) og pabbi gafu mer yndislegu bokina tina i jolagjöf og vid erum buin ad lesa hana her spjaldanna a milli. raett og skrafad um svakalegu örlög tessara dugmiklu kvenna. Eg er buin ad panta Höll minninganna a saensku her a bokusafninu (Höganäs - Svithjod) og bid spennt eftir ad lesa hana. Vid vildum bara ad tu vissir hvad tessi bok hefur gefid okkur mikid her yfir hatidarnar, kaerleikskram til tin og tinna ...

---

Amma min, Gudny Bjarnadottir var fra Stapadal i Arnarfirdi og af Arnardalsaett og kannski er einhver tenging vid Arna Benediktsson. Tad gaeti verid. En vid vorum bara svo hrifnar af tessari bok, eg og mamma, bunar ad googla helling og skoda. Svo gaman tegar baekur na manni svona Og i stadinn fyrir ad bara vid seum ad tala um tad okkar a milli og hugsa fallega til tin fyrir ad skrifa tessa bok akvad eg ad tu aettir ad fa ad vita hvad tetta gaf okkur mikid. 

Elsku Ásta mín Kristrún, þakka þér fyrir bókina þína! Mér finnst hún mjög áhugaverð, sérlega vel skrifuð og af mikilli einlægni. Mér líkar vel hvernig þú tekur á efninu – og finnst þú svo trúverðug.

Að auki voru sögur einstakra formæðra þinna svo spennandi að maður gat ekki lagt bókina frá sér fyrr en hverjum kafla var lokið! Afrek að klára þetta á einu ári – og svona vandlega! Hjartanlega til hamingju! Carol hefði aldeilis verið stolt af sinni konu!

---

Mig langar til að segja þér hvað bókin þín er góð og fróðleg. Þú átt mikið hrós skilið fyrir að varðveita minningu þessa merka fólks og koma áfram sögum mömmu þinnar og pabba. Mamma þín hefði verið afar stolt af þér því sagnabrunnur var hún og þótti svo vænt um Kristrúnu. Ég vildi að ég hefði hlustað betur.

Titill bókarinnar er fallegur og tileinkun þín til foreldra þinna með fallega ljóðinu einkar viðeigandi. Ég geymdi og lærði þetta ljóð á sínum tíma. Ég eiginlega gat ekki lagt bókina til hliðar eftir að ég hóf lesturinn en samt var ég að treina mér hana eins og góðan konfektmola. Þessar sögur eiga mikið erindi í dag.

Hafðu kæra þökk fyrir.

Takk fyrir góða stund í útgáfuhófinu á Föstudaginn! Ég þurfti að vísu að fara snemma út af próflestri.
Ég sönglaði þennana stúff endurtekið á heimleið, ákvað að henda honum á þig...
Hlakka til að lesa bókina

Nú er mál að feður þagni,
því móðir mæla má.
Tímabært hún svari kalli,
og leyfi öðrum að dá.

Hún ræðir sögur sem ég heyrði aldrei,
en ég sver að mér finnst ég sjá.
Minningar sem  finn ég þó hvergi,
En hvar fékk ég þær þá?

Sæl Ásta og takk fyrir síðast. Ég er búin að glugga talsvert í bókina þína og deili með þér áhuga á fortíð og forfeðrum. Þú gerir þetta fallega, til hamingju með það.

Ég set til gamans í viðhengi lítinn pistil um Jón Jóakimsson, langa-langafa minn, en hann tengist forfeðrum þínum á Grenjaðarstað og naut þar bæði lækning og góðra ráða. Pistillinn er endursögn upp úr Árbók Þingeyinga, ásamt ýmsu sem hefur varðveitst í sagnaminni fjölskyldunnar. Datt í hug að þú hefði gaman af.

---

Falleg orð sem þú færð um skrifin þín og ég er svo sammála- þú gerir lífið fallegra!

bottom of page