top of page

NemaNet, námsmenn og ýmislegt fleira...

Námsumhverfið hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum áratug. Enginn sér fyrir endann á þeirri þróun, en fáir draga í efa gildi staðgóðrar þekkingar og færni til að vinna með hana á markvissan hátt. 
 

NemaForum hefur þróað tvö veflæg  tól til að greiða námsfólki götu á menntaveginum.

NemaNet
Nemanet – námstækniforritið er veflægt vinnutæki fyrir námsmenn frá 10 ára aldri og áfram menntaveginn - gæðastjórnunarkerfi sem miðar að því að bæta verklag og árangur notenda sinna og auka starfsánægju þeirra. Nemanet er sniðið að kröfum og þörfum hins nýja rafræna námssamfélags og mætir þremur meginumkvörtunum námsmanna á öllum skólastigum:


• Ég get ekki einbeitt mér

• Ég get ekki munað

• Ég get ekki komið vitneskju minni frá mér
 

 

Traustur grunnur
Nemanet og aðferðafræði þess var þróað í nær tveggja áratuga vinnu með nemum á háskólastigi. Traustur kennslufræðilegur grunnur þess á hinsvegar erindi við námsfólk á öllum skólastigum, sem vill vinna markvisst og skila góðum námsárangri.
Reynslan sýnir að Nemanet höfðar sterkt til ungra notenda sem ekki hafa mótað vinnubrögð sín, ýmist góð eða slæm. Með markvissri notkun Nemanets má því leggja grunn að vönduðu vinnulagi til framtíðar, jafnt í námi og þegar á atvinnumarkað er komið.

Nemandinn
Nemanet er fyrst og fremst tæki til að sinna í heimanámi. Kerfið styður við markvissa glósugerð og lestur og gerir nemandanum kleift að æfa sig og rifja upp fyrra efni jafnt og þétt.
Nemandinn vistar og varðveitir á Nemaneti í allt það efni sem hann vill getað flett upp á námstímanum og síðar meir. Þar sem efnið er á vef má nálgast það hvar og hvenær sem nettengd tölva er til staðar.

Nemendur fá í auknu mæli upplýsingar og kennsluefni frá kennurum í gegnum vefinn. Nemanet hentar vel til að flokka, vinna úr og geyma allt slíkt efni í aðgengilegu kerfi.
Nemanet gerir heimanámið sýnilegra fyrir notandann og stuðlar þannig að auknu námsöryggi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemanet hentar vel þeim sem vilja vinna saman og deila efni sín á milli.

Heimili og aðstandendur

Nemanet veitir foreldrum bætt aðgengi, yfirsýn og skilning á heimanámi barna sinna. Tækið opnar foreldrum leiðir til að taka þátt í námi barna sinna með uppbyggjandi spurningum, umræðu um innihald og hvetjandi þátttöku á forsendum leitar að því sem skiptir máli.​


Kennarinn
Kennarar geta notfært sér Nemanet með ýmsum hætti í starfi sínu með nemendum.
Það má nota til verkefnaskila og í kennslu má nýta aðferðafræði Nemanets til að draga fram áhersluþætti og annað það sem skiptir meginmáli fyrir skilning og tengingu við önnur þekkingaratriði.

Kennararar sem hafa kynnt sér tækið hafa bent á ótvíræða möguleika og kosti Nemanets varðandi símat og einstaklingsmiðað nám.​

Símenntun / fullorðinsfræðsla
Nemanet veitir öflugan stuðning í fullorðinsfræðslu, ekki síst fyrir þá sem hefja nám að nýju eftir langt hlé. Reynsla fólks af skólakerfinu er mjög misjöfn og margir hafa horfið frá námi vegna aðstæðna sem ekki var brugðist við sem skyldi.
Því er hópurinn stór sem  upplifir á tíðum óöryggi og kvíða yfir því að ráða ekki við námsaðstæður og ná tilætluðum árangri.

Fötlun og sérþarfir
Nemanet hefur þegar sannað sig sem hvetjandi stuðningskerfi fyrir þá sem búa við fötlun af einhverjum toga. Nemendur á öllum skólastigum sem greindir eru með sértæka námsörðugleika hafa reynt kerfið með góðum árangri. Nemanet er auðþýðanlegt á önnur tungumál og má því nýta sem stoðtæki fyrir þá mörgu erlendu einstaklinga sem takast á við nám í nýju landi.

  • Wix Facebook page
  • Wix Twitter page
  • Wix Google+ page

nemaforum - lækjartorg 5, 101 reykjavík / asta@nema.is - 821 2428 - nemaforum.is

bottom of page