top of page

"Borgin við ána"

áin hvíta leitar lengi að ósi
líkt og myrkið skimar eftir ljósi
hún þræðir farveg þekkir klungur kletta
og krika þar sem sumarblómin spretta


undir fjalli ingólfs blanda blóði
og bindast á og sog  í sama flóði
jökullindavatnið lengra leitar
og lítur borg á mörkum ár og sveitar


      borgin við ána árborgin sæla
      erindið við þig er lof þér að mæla
      frá ströndu til hlíða og fríðan um flóann
      er fjölskrúðugt mannlíf – svo tjáir mér lóan

 

áin streymir úthaf hennar bíður
yfir himinboginn hvelfist víður
eins og forðum bylgjur brotna á sandi
og blessun góðra vætta lýsir landi

 

       borgin við ána árborgin sæla
       erindið við þig er lof þér að mæla
       megum við blómstra í súru og sætu
       í suðvestan, norðaustan sólskini og vætu

Frumflutningur_Borgin_við_ána.jpg

ÞRJÚ Á BAKKA

BORGIN VIÐ ÁNA -
00:00 / 00:00

Við getum ekki verið annað en hrærð og þakklát fyrir að hafa náð því marki að hafa getað fært Árborg óð í formi ljóðs og lags.
 

Í gærkvöldi náði hátíðin Sumar á Selfossi hámarki með brekkusöng og brennu, en líka með frumflutningi á ljóði og lagi Valgeirs.  Það var fallegt þríeykið frá Eyrarbakka sem steig á svið í léttri suðaustan vætu og flutti lagið fyrir okkar góðu sveitunga.

 

Það er ástæða til að kynna listafólkið þar sem við setjum lagið tímabundið inn hér á FB.


Þau Valgeir Guðjónsson, Vigdís Vala Valgeirsdóttir og Gísli Ragnar Kristjánsson syngja lagið.

Hljóðfæraleikar og upptaka lags :

Gítar, Pétur Valgarð Pétursson,

Píanó, Tómas Jónsson,

Bassi og trommur, Jóhann Ásmundsson,


Upptaka og frágangur allur: Stúdíó Paradís, Jóhann Ásmundsson og Ásmundur Jóhannsson

bottom of page