Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Bjartir sunnudagar á Eyrarbakka
Eftir sérkennilega tíma þar sem við öll höfum þurft að halda að okkur höndum, vaknaði hugmyndin um að opna á nýjar orkustöðvar með sameiginlegu framlagi
góðs fólks.
Að þessu sinni verða allir viðburðir í boði án endurgjalds og eru einskonar Kóf - gjöf til þeirra gesta sem koma á Eyrarbakka þessa sunnudaga í október.
Við stefnum að öllum 4 sunnudögunum kl. 13 - 16, með þematengdum viðburðum. Þar verða flutt stutt listræn
og fræðandi innlegg um einkenni Bakkans
og umhverfis hans í þátíð og nútíð.
1. Náttúruvísindi
2. Bókmenntir leiklist og saga
3. Tónlist
Á viðburðunum verður þemunum þó fléttað saman, til að mynda þegar fjallað um fugla og Fuglafriðlandið í Flóa og jarðfræði Eyrasvæðisins og Flóans. Þá verður líka sungið um fugla og listafólk sem nýtir fugla í sköpun sinni kemur með sýnishorn af verkum sínum.
Tónlistarflutningur verður einnig fléttaður inn þegar ljóðalestur og flutningur stuttra leikþátta og upplestur úr Bakkabókum fer fram.
Enginn sunnudagsdagskránna verður eins samansett og þegar búið er að setja þær saman verða þær birtar á heimasíðu Bakkastofu, Hússins; Byggðasafni Árnesinga, heimasíðu Sveitarfélagisns Árborgar og á síðu Bjartra sunnudaga Facebókar, þar sem opna viðburði er að finna.
Bakkastofa heldur utan um og skipuleggur viðburðina í samvinnu við listafólk, fræðimenn og góða þorpsbúa.
Pop-up menningarmarkaður með fatnaði fyrir flestan aldur verður þó alla sunnudagana í sal Bakkastofu, sem er til húsa í Gamla frystihúsinu.
Í sal Bakkastofu stendur líka yfir sölusýning á verkum myndlistarmannsins Jóns Vilhjálms Stefánsssonar sem á ættir að rekja
til Hússins sem hýsir nú Byggðasafn Árnesinga. Bjóða má í verkin og eignast þannig merk verk á góðu verði.
Gestum er beint á að hefja leik í Tónlistarsal Bakkastofu þar sem boðið er upp á hressingu með sunnlenskum kleinum,
kaffi, vatni og safadrykkjum.
Þar má líka forvitnast nánar um um viðburði hvers dags.
Helstu leiksvið viðburða verða eru Samkomusalurinn í Gamla frystihúsinu, Bakkastofa Byggðasafnsinsið í Húsinu, Eyrarbakkakirkju
og náttúran sjálf ef og þegar veður leyfir.