Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Búðarhamar
Búðarhamar, ein af merkari byggingum Eyrarbakka, stendur við Eyrargötu og er númer 32.
Búðarhamar er reisulegt þriggja hæða steinhús byggt 1916 af Andrési Jónssyni, útgerðarmanni frá Stokkseyri. Andrés valdi húsinu einstaka staðsetningu með tilliti til útsýnis, veðurs og samgangna. Þá lét hann teikna og byggja húsið í senn sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Engu var til sparað og þykk steypa í öllu húsinu hvort sem um var að ræða veggi, gólf og loft og tvo veglega stiga, sem leiða upp eftir öllu húsinu jafnt í suður- og norðurátt.
Jarðhæðin var teiknuð sem verslun með götusíðum gluggum og rúmgóðum lagerkjallara undir. Meginhæðin sem íbúð með stórum stofum, hárri lofthæð, skrautlistum og rósettum og öllu því sem tilheyrði og prýddi hús betri borgara úti í hinum stóra heimi. Þurrkloft og herbergi fyrir aðstoðarfólk var í risi.
Búðarhamar er fyrsta rafvædda húsið á Eyrarbakka og fólk kom víða að til að líta ljósdýrðina augum. Kaupfélag og ýmsar tegundir verslana voru lengst af á jarðhæðinni. Landsbankinn keypti síðar jarhæðina og kjallarann fyrir útibú sitt sem var starfrækt á hæðinni til fjölda ára. Þá kom djúpur kjallarinn sér vel fyrir örugga fjárvörlsu.
Nú er jarðhæðin nýtt sem viðburðarsalur Bakkastofu fyrir menningarvökur, námskeið og útleigu fyrir fundi og ráðstefnur.
Bakkastofa viðheldur gömlu siðum frá þeim tíma sem heimahús voru megin vettvangur samkoma. Því er meginhæðin nýtt samhliða jarðhæðinni og gestir njóta þar heimilislegra vistavera með húsgögnum og munum frá tímum stásstofa 19. og 20. aldarinnar. Óhefðbundin aðstaða hentar vel til að brjóta upp daglegt mynstur og hefur meðal annars nýtst vel fyrir stefnumótunarfundi vinnustaða sem kalla á helgun, skapandi hugsun og kyrrð.
Búðarhamar í vorkvöldsblíðu
Læknishús og Búðarhamar fjær
bakkastofa - eyrargata 32, 820 Eyrarbakki / bakkastofa@eyrarbakki.is / tel. 821 2428 - 561 2429