Valgeir Guðjónsson
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
HRAUN Í ÖXNADAL
Lag Valgeirs við ljóð Hannesar Hafstein
Hljóðbók
A Cold War Reykjavík child is a label that has produced a great many productive artists that have made their mark on the Icelandic Cuture and Art scene.
Reykjavík was a dynamic place to grow up at the time and the post-war era was greatly influenced by the presence of an American Naval Base in the neighbouring town of Keflavík.
Bakkastofa
Ásta Kristrún
Ásta Kristrún ólst upp á hrossabúi í sveitinni fyrir utan Reykjavík. Margt hefur breyst síðan þá, en sú sveit var á hæð í námunda við kennimerkið sem flestir þekkja í dag sem Húsgagnahöllina á Höfða. Auk hestamennskunar voru listir og menntun í hávegum hafðar.
Hún byrjaði strax 11 ára að vinna og starfaði í fimm ár á Barnaheimili. Í kjölfarið, samhliða menntaskólanáminu, tók hún að sér að vera kynnir og viðtalsaðili við börn í barnatímanum Stundinni okkar á RÚV.
Ásta tók sér árshlé í menntaskóla og fór þá til Bandaríkjanna, þar sem hún fór meðal annars í listnám, og eftir útskrift úr framhaldsskóla flutti hún til Frakklands til að nema Latínu og Grísku í tæp tvö ár.
Ásta flutti síðan heim til Íslands og lauk námi í Sálfræði og Frönsku við Háskóla Íslands. Í lokaritgerð til BA prófs sameinaði hún þessi tvö fög með því að rita um kenningar þroskasálfræðingsins Jean Piaget á frönsku. Á þessum árum hitti Ásta framtíðar eiginmann sinn og lífsförunaut, Valgeir Guðjónsson, í fjallgöngu í svarta þoku. Sú fjallganga hefur nú varað í um 46 ár.
Ásta við Húsið á Eyrarbakka, þar sem langamma hennar og nafna fæddist.
Mynd af Ástu og Valla
Unga parið flutti haustið ‘78, með fyrsta barn þeirra hjóna - ársgamlan son, til Þrándheims í Noregi. Þar fór Ásta í framhaldsnám tengt sálfræðinni. Það ár var stofnuð ný deild við háskólann í Þrándheimi í námsráðgjöf. Deildin var sú fyrsta í þeim fræðum á “graduate” stigi á Norðurlöndum.
Að náminu loknu, árið 1981, var Ásta ráðin við Háskóla Íslands til að koma á fót námsráðgjöf fyrir háskólanema. Þar sinnti hún merku brautryðjendastarfi, en auk þess að móta þjónustu við stúdenta og verðandi háskólanema í rúm 18 ár, tók hún þátt í að koma á fót náminu í námsráðgjöf við félagsvísindadeild HÍ.
Hún lét á þessum árum til sín taka í réttindamálum stúdenta og vann meðal annars að málum sérþarfanema sem leiddi til lagasetningar við skólann sem fólu í sér réttindi þeirra til sérúrræða. Hí varð fyrsti skólinn á Íslandi til að festa í lög réttindi nemenda með hamlanir til njóta þjónustu miðað við þarfir þeirra og aðstæður.
Á forsendum stöðu barnsins tók Ásta sæti í Barnaverndarráði Íslands í fjögur ár. Á sömu forsendum var hún beðin að taka sæti í Tæknifrjóvgunarnefnd Dómsmálaráðuneytisins en sú nefnd starfaði í heil 9 ár. Markmiðið var að vinna að frumvarpi til laga fyrir Alþingi um þennan málaflokk.
Ásta gaf aldrei eftir þá staðföstu skoðun sína í nefndinni sem var að um eggjagjöf skyldu gilda sömu reglur og þegar um sæðisgjafir væri að ræða. Ásta stóð ein í nefndinni með þessa skoðun og gaf sig ekki þrátt fyrir þrýsting til að vera samróma nefndinni. Á endanum varð að því að nefndin skilaði A og B kosti frumvarps. Frumvarpið þar sem eggjagjöf var heimiluð til jafns við sæðisgjöf var það sem samþykkt var á Þinginu.
Ásta Kristrún hlaut uppeldi þar sem ávallt var lögð áhersla á jafna stöðu kvenna og karla og því var nærtækt að Ásta tæki þátt í Kvennaframboðinu Reykjavík 1982. Þar tók hún sæti á lista og lagði þar veglegt lóð á vogaskálar í kosningabaráttunni. Gaman er að nefna að það var Ásta sem lagði til nafnið Vera fyrir tímarit Kvennaframboðsins.
Ástu voru falin ýmis stór verkefni innan Háskólans samhliða störfum sínum sem forstöðumaður Námsráðgjafar. Stjórnendur háskólans höfðu komið auga á einstaka skipulagsgáfu hennar, samhliða skapandi lausnum hennar og úrvinnslu verkefna. Henni voru því falin ýmis ábyrgðarverkefni sem sum hver féllu utan hennar starfsramma.
Þar á meðal var útfærsla og skipulag fyrstu brautskráningu háskólanema í Laugardalshöll, en vegna aukningar í fjölda útskriftarnema varð aðkallandi að finna hátíðinni stærra rými. Að veita íþróttahöll fagra og hátíðlega ásýnd ásamt því að skipuleggja framvindu hátíðar með þúsundum gesta var sannarlega ekki á hvers manns færi.
Ásta með Hillary Clinton, 1999.
Eldmóður Ástu Kristrúnar hefur verið ráðandi í lífshlaupi hennar á ótal sviðum. Í samtölum við þúsundir háskólanema um árangursríkar námsaðferðir mótaði hún námskenningu sem bylti árangri nemenda til hins betra.
Eftir að hún lauk störfum við Háskólann vann hún að gerð hugbúnaðar sem nefndist Nemanet og byggður var á þeirri aðferðafræði, en verkefnið hlaut endurtekið styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís. Markmiðið var að fá nemendum í hendur tæki sem stuðlaði að viðhaldi á árangursríkum lestrar- og námsaðferðum.
Þegar greiningu áhugasviða hafði verið stunduð um árabil með aðstoð mælitækja byggð RIASEC líkani hins merka Dr. John Lewis Holland heitins, skynjaði Ásta þörfina fyrir endurskoðaða túlkun á niðurstöðum. Í framhaldinu vann hún að nýrri túlkunaraðferð sem hún nefndi NemaCode.
Eftir að hafa beitt aðferðinni til nokkurra ára fann hún hve vel hún virkaði þegar kom að því að ráðþegar gætu mátað sig við túlkunina. Þar sem RIASEC módelið var vernduð kenning leið Ástu ekki vel með að kynna hana fagaðilum nema með samþykki höfundar.
Hún varð þá þeirrar einstöku gæfu aðnjótandi að höfundurinn sjálfur féllst á að hitta hana. Dr. John Lewis Holland var þá kominn yfir áttrætt og hættur að sinna doktorsnemum sem vildu nota líkan hans í verkefni sín, en “The woman from Iceland” komst í gegnum það nálarauga. Hún fór þá beint upp í flugvél þar sem hún fékk fund á heimili höfundar.
Það var ein stærsta stund sem Ásta Kristrún upplifði, eða ef til sú stærsta á starfsferli hennar sem námsráðgjafi, þegar meistarinn hreifst af aðferðinni og gaf grænt ljós á styðjast við NemaCode í túlkun á niðurstöðum RIASEC greininga.
Eftir starfið í Háskólanum var leitað til hennar á sömu forsendum og var Ásta meðal annars fengin til að stýra sviðsmynd og útliti fyrir ráðstefnuna Konur og Lýðræði (e. “Women and Democracy“) í Borgarleikhúsinu í október 1999, þar sem Hillary Clinton var aðalræðumaður.
Skapandi eiginleikum sínum fékk Ásta einnig útrás fyrir samhliða starfi í einkalífinu. Hún hóf að gera upp gömul hús í Þingholtunum, gamla miðbænum í Reykjavík. Þau urðu alls þrjú og hvert um sig vakti þvílíka athygli. Tímarit og sjónvarpsstöðvar birtu myndir og viðtöl við hana þar sem fagurfræðilegri útkomu Ástu voru gerð góð skil.
Ásta vildi sjá hugbúnaðinn veflægan þannig að nemendur gætu opnað á námsvinnu sína úr hvaða tölvu sem væri og hvar í heiminum sem væri. Á þessum árum var veflægur hugbúnaður ekki kominn á það stig sem nú er og áður en þeim stað var náð var styrktarfé til áframhaldandi vinnu uppurið. Engu að síður kom kenningin og aðferðafræðin út í bók sem Ásta ritaði og ber heitið “Lærum að nema”.
Ásta með Dr. John Lewis Holland, á heimili hans í Baltimore.
Í kjölfarið, eða eftir að Dr. Holland gaf Ástu blessun sína og hvatti hana til að halda áfram með verkefnið, hlaut Ásta styrk úr Leonardo-áætlun Evrópusambandsins.
Auk Íslands tók fagfólk í Bretlandi, Tékklandi og Þýskalandi þátt í verkefninu sem leiddi til notkunar aðferðarinnar að einhverju leyti í þeim löndum.
Í beinu framhaldi við vinnuna í kringum menningarhúsið, hefur Ásta verið að vinna hörðum höndum við Saga Musica. Þar er hún í hlutverki framleiðanda og hefur unnið þrekverk við að koma verkefninu í farveg.
Saga Musica er gríðarlega metnaðarfullt og spennandi verkefni byggt á lagasmíðum Valgeirs og menningarstarfi þeirra hjóna. Grunnur verkefnisins samanstendur af 15 frumsömdum lögum og textum sem taka fyrir erkitýpur Íslendingasagnanna og fjalla um lífið á landnámstímum.
Á árinu 2017 skrifaði Ásta sögulegu fjölskyldu-skáldsöguna, "Það sem dvelur í þögninni", sem byggði á sögum af litríkum formæðrum Ástu síðustu 200 árin. Bókin hlaut hlýjar móttökur og hafa margir lesendur sent höfundi fallegar orðræður í kjölfarið.
Undanfarin 6 ár hefur Ásta stjórnað Bakkastofu, menningarhúsi á Eyrarbakka, sem fjöldi íslenskra og erlendra gesta hafa sótt. Bakkastofa hefur staðið fyrir dagskrám í anda menntunar og skemmtunar fyrir börn á öllum aldri.
Einkalíf Ástu hefur einkennst af náinni þátttöku í lífi og starfi eiginmanns hennar, Valgeirs Guðjónssonar. Valgeir hefur helgað líf sitt listinni en þekktastur er hann fyrir tón- og textasmíðar. Auk þess hefur hann unnið að leikhúss-, sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Í skapandi verkefnum hans hefur Ásta reynst honum öflugur álitsgjafi og lagt sig fram við uppbyggilega endurgjöf. Síðustu árin hefur hún haldið utan um verkefnin hans og stýrt undirbúningi tónleika og dagskráa þar sem hann er í brennidepli. Þau eiga það sameiginlegt að hafa unun að skapandi vinnu og listrænum verkefnum og njóta því góðs af að geta sinnt slíkum verkum saman.
En lífshlaup Ástu hefur verið langt frá því að vera áfallalaust.
Á sama tíma og hún stóð í baráttunni við restina af tæknifrjóvgunarnefndinni, fæddi Ásta í tvígang andvana drengi með stuttu millibili. Fléttuðust þar saman einkalíf og starfsferill á sérstaklega átakanlegan hátt.
Í 51. tölublaði Vikunnar, í desember 2011, greindi Ásta opinberlega frá tveggja ára langri árásar-herferð gegn sér sem fólst í átján nafnlausum bréfasendingum, morandi af ofbeldis- og líflátshótunum. Sá lífskafli litaði líf allra á heimilinu og hefur skilið eftir sig djúp ör sem seint eða aldrei munu gróa að fullu.
Þau hjón eiga þrjú uppkomin börn. Þeirra yngst er dóttir sem starfað hefur í tónlist með föður sínum samhliða námi í sálfræði og taugavísindum. Elsti sonurinn starfar í ferðaþjónustu og sá yngri er blaðamaður, en þeir báðir stunduðu áður nám í sálfræði og geðheilsufræðum. Öll eru börnin dyggir bakhjarlar Bakkastofu og er menningarhúsið fjölskyldueign.
Ásta hefur reynt að nýta sér reynsluna sem hún hefur öðlast á lífshlaupinu, allt það góða og sérstaklega það slæma, með því að sýna örlæti, við að láta gott af sér leiða, gleðja náungann og sýna náungakærleik í hvívetna. Áföll og harmur sitja þungt í reynslubankanum, og vextirnir jafnvel háir, en arðurinn er leystur út í aukinni samkennd, mannúð og sjálfsþekkingu.