top of page

Raggi Bjarna á Bakkanum

 

Það þarf ekki að kynna Ragnar Bjarnason Böðvarssonar með mörgum orðum og verður því ekki gert frekar hér. Þessi síungi gullbarki og gleði-gjafi stígur nú á stokk á eftirmiðdagstónleikum í Eyrarbakkakirkju í tilefni menningarhátiðarinnar "Leyndardómar Suðurlands" .

Ragnari til fulltingis verða þeir Jón Ólafsson, píaninstinn góðkunni og Valgeir Guðjónsson rythmagítarleikari. Saman mynda Jón og Valgeir dúettinn Rugguhestarnir, en báðir hlýddu barnungir á söng Ragnars án þess að sitja á rugguhesti, sem þá blóðlangaði þó að gera. 

 

Farið verður yfir ferilskrá forsöngvarans sem spannar yfir sextíu ára farsælan feril. Áhersla verður lögð á vandaðar kynningar milli laga og slegið á létta strengi ef einhverjir finnast.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 stundvíslega. Athygli er vakin á því að sæti Eyrarbakkakirkju eru ónúmeruð.

 

Miðasala á www.midi.is - eins má panta miða fyrir hópa  asta@nema.is
eða vona það besta og kaupa miða við innganginn

Staður:             Eyrarbakkakirkja
Tími:                 16.00  
Verð:                 Kr. 2.500


Laugardagur      5. apríl
Sunnudagur       6. apríl

bottom of page