Kveiktu á ljósi
Aðeins um lagið:
Lag og texti lagsins hefur sterka skirskotun til friðar á jörðu jafnt innra með okkur sem manna og þjóða á meðal og vísar til þess að hver og einn getur lagt sitt af mörkum.
Eftir erfitt tímabil og enn á erfiðum tímum vill höfundur leggja landa sínum til boðskap sem skerpir á mikilvægi samstöðu og víðsýni.
Uppbygging lagsins og texti er með þeim hætti að auðvelt er að tileinka sér það, taka undir og syngja á mannamótum.
Biðjum um frið
horfumst í augu
látum hugann reika um jörðina
hittum fyrir mennina
og biðjum um frið
höldumst í hendur
látum vindinn bera óskina
yfir sléttur, höf og fjallgarða
og biðjum um frið
sendum óskina í austur
sendum óskina í vestur
sameinum hugina
og biðjum um frið
sendum bænina um heiminn
út í himingeiminn
til allra vetrarbrautanna
og biðjum um frið
horfumst í augu
og spyrjum réttra spurninga
leitum bestu svaranna
og biðjum um frið
höldumst í hendur
kyndum glóðina í hjartanu
gerum hvað við getum
og biðjum um frið
sendum óskina í austur…